Ármann skákaði Atlantic á Nuke Snorri Már Vagnsson skrifar 7. nóvember 2023 22:30 PolishWonder og Hugo, leikmenn Ármanns og Atlantic. Ljósleiðaradeildin Ármann lagði Atlantic í Ljósleiðaradeildinni í kvöld en þar er keppt í Counter-Strike: Global Offensive. Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti
Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti