Skoðun

Eru vinnu­veit­endur á móti fötluðum?

Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar

Mín upplifun er að svo virðist vera þar sem það er mun auðveldara fyrir ófatlaðan einstakling að fá vinnu, en fyrir fatlaðan. Til dæmis um það veit ég að margir ófatlaðir ganga auðveldlega úr einni vinnu í aðra, sem getur reynst fötluðum einstaklingum mun erfiðara. Það er óháð því að fatlaðir einstaklingar eru oft jafn duglegir og ófatlaðir einstaklingar. Til dæmis um það er hægt að horfa á Bitty & Beau’s Coffee sem er í Bandaríkjunum. Þar er fjallað um ófötluð hjón sem hafa einungis ráðið fatlaða einstaklinga til starfa hjá sér. Í viðtali við hjónin segja þau fatlaða einstaklinga vera mun duglegri og viljugari til að mæta til vinnu en ófatlaðir einstaklingar. Segir það ekki allt sem segja þarf? En hvað hafa vinnuveitendur á móti fötluðum einstaklingum? Af hverju er þá mun einfaldara fyrir ófatlaðan einstakling að fá vinnu heldur en fyrir fatlaðan? Hefur það eitthvað með fötlun að gera eða eru vinnuveitendur hræddir við fatlaða einstaklinga? Mér finnst að vinnuveitendur ættu að gefa fötluðum einstaklingum mun fleiri starfstækifæri og að útiloka okkur ekki sem duglegan og mikilvægan starfskraft.




Skoðun

Sjá meira


×