Ekkert réttlætir mannfallið Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar