Við krefjumst uppsagnar Ásthildar Lóu og Ragnars Þórs! Hilmir Örn Ólafsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór virðast ekki skilja peningastefnu Seðlabankans og þau lögbundnu skilyrði sem honum eru sett. Það er nákvæmlega svona sem hagkerfum heimsins með sjálfstæðan seðlabanka er háttað í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Útfærslur á þessu fyrirkomulagi hafa einnig verið rannsakaðar í þaula. Það er aftur á móti önnur spurning hvort að sú tilhögun, að halda uppi sjálfstæðum seðlabanka, sé sú rétta en það verður ekki rætt í þessari grein. Ragnar og Ásthildur Lóa telja hins vegar það vera vænlegast til árangurs að úthúða Ásgeiri seðlabankastjóra þegar hann hefur einvörðungu fylgt þeim fræðum og kenningum sem honum ber að gera og notað til þess þau tæki sem Seðlabankanum býðst til að ná verðstöðugleika. Höfundar sjá þó sóma sinn í því að vera sammála flestum að ná þurfi niður verðbólgu en þeim er ekki sama hvernig það er gert. Hvaða úrræði telja Ragnar og Ásthildur Lóa að Seðlabankinn hafi? Hvernig halda þau að seðlabankar heimsins nái niður verðbólgu? Það þarf ekki nema að opna helstu miðla og sjá hvernig það er gert og hvernig það gengur. Í Evrópu er verðbólga komin niður fyrir 3%, í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 4% og í Bretlandi var hún seinast 6.7%. Hvað halda höfundar að seðlabankastjórar þessara ríkja hafi verið að gera? Við núverandi verðbólgu stendur seðlabankastjóra einfaldlega ekkert annað til boða en að hækka vexti. Grundvallar skilningur á tilgangi og markmiðum peningastefnu skýrir það. Þá nefna höfundar þá miklu peninga „prentun“ sem Landsbankinn hefur staðið að. Þessi staðhæfing einkennist af ringulreið miðað við þær kröfur sem að þau gera til Seðlabankans. Hvað telja höfundar að gerist með tilliti til peningaprentunar þegar vextir verða snar lækkaðir í a.m.k. 4%? Samkvæmt þeim er ekki hægt að kenna of lágu vöxtum um þá verðbólgu sem ríkir hér en þó var peningaprentun Landsbankans eitt af því helsta sem olli umræddri verðbólgu. Þetta er vægast sagt þversagnakenndur málflutningur. Það er vissulega rétt að verðtryggingin sé eitur sem verði að fjarlægja. En að halda því fram að seðlabankastjóri sé að ýta fólki í verðtryggð lán eða að bankarnir, sem eru með hvað lægstu arðsemi á eigið fé meðal Evrópuríkja, séu vandamál verðtryggingarinnar er fásinna. Á meðan þetta er í boði hér á landi mun fólk leita í þetta, svo einfalt er það. Atferlisfræðin hefur sýnt okkur að manneskjan er haldin af „present bias“ þar sem hún ofmetur skammtíma ábata og vanmetur langtíma afleiðingar. Ásókn fólks í verðtryggð lán er dæmi um þetta. Verðtryggingin er þá eins og hver önnur misheppnuð skammtímahugsun, „björgunar aðferð“ verkalýðsforingja sem þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að höfundar geti ekki fært fram álitlegri ráð en að lækka stýrivexti í a.m.k. 4% og sett verði á leiguþak er ákaflega dapurt og vitnisburður um fávísi. Slík aðgerð myndi kollvarpa íslenska hagkerfinu og líkjast glapræði Erdogan Tyrklands forseta sem sá nú samt sóma sinn í því að hækka vexti á endanum. Þar að auki eru leiguþök fávísisfyrirsláttur sem kemur iðulega upp í umræðum þegar illa gengur. Að ganga í slíkar „björgunar aðferðir“ er eins og að pissa í skóinn sinn og mun aðeins draga úr mætti peningastefnunnar, lengja há-verðbólgutímabilið, lengja erfiða stöðu heimilanna og þá helst sem höllustum fæti standa Erfitt efnahagsástand verður aldrei auðvelt. En ef ekki væri stöðugt verið ganga í þessar „björgunar aðferðir“ fengjum við svigrúm til að hugsa rökrétta, þ.e. að taka á okkur skammtíma kostnað fyrir langvarandi velsæld. Það skortir hjá ofangreindum aðilum. Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um íslenskt efnahagslíf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór virðast ekki skilja peningastefnu Seðlabankans og þau lögbundnu skilyrði sem honum eru sett. Það er nákvæmlega svona sem hagkerfum heimsins með sjálfstæðan seðlabanka er háttað í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Útfærslur á þessu fyrirkomulagi hafa einnig verið rannsakaðar í þaula. Það er aftur á móti önnur spurning hvort að sú tilhögun, að halda uppi sjálfstæðum seðlabanka, sé sú rétta en það verður ekki rætt í þessari grein. Ragnar og Ásthildur Lóa telja hins vegar það vera vænlegast til árangurs að úthúða Ásgeiri seðlabankastjóra þegar hann hefur einvörðungu fylgt þeim fræðum og kenningum sem honum ber að gera og notað til þess þau tæki sem Seðlabankanum býðst til að ná verðstöðugleika. Höfundar sjá þó sóma sinn í því að vera sammála flestum að ná þurfi niður verðbólgu en þeim er ekki sama hvernig það er gert. Hvaða úrræði telja Ragnar og Ásthildur Lóa að Seðlabankinn hafi? Hvernig halda þau að seðlabankar heimsins nái niður verðbólgu? Það þarf ekki nema að opna helstu miðla og sjá hvernig það er gert og hvernig það gengur. Í Evrópu er verðbólga komin niður fyrir 3%, í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 4% og í Bretlandi var hún seinast 6.7%. Hvað halda höfundar að seðlabankastjórar þessara ríkja hafi verið að gera? Við núverandi verðbólgu stendur seðlabankastjóra einfaldlega ekkert annað til boða en að hækka vexti. Grundvallar skilningur á tilgangi og markmiðum peningastefnu skýrir það. Þá nefna höfundar þá miklu peninga „prentun“ sem Landsbankinn hefur staðið að. Þessi staðhæfing einkennist af ringulreið miðað við þær kröfur sem að þau gera til Seðlabankans. Hvað telja höfundar að gerist með tilliti til peningaprentunar þegar vextir verða snar lækkaðir í a.m.k. 4%? Samkvæmt þeim er ekki hægt að kenna of lágu vöxtum um þá verðbólgu sem ríkir hér en þó var peningaprentun Landsbankans eitt af því helsta sem olli umræddri verðbólgu. Þetta er vægast sagt þversagnakenndur málflutningur. Það er vissulega rétt að verðtryggingin sé eitur sem verði að fjarlægja. En að halda því fram að seðlabankastjóri sé að ýta fólki í verðtryggð lán eða að bankarnir, sem eru með hvað lægstu arðsemi á eigið fé meðal Evrópuríkja, séu vandamál verðtryggingarinnar er fásinna. Á meðan þetta er í boði hér á landi mun fólk leita í þetta, svo einfalt er það. Atferlisfræðin hefur sýnt okkur að manneskjan er haldin af „present bias“ þar sem hún ofmetur skammtíma ábata og vanmetur langtíma afleiðingar. Ásókn fólks í verðtryggð lán er dæmi um þetta. Verðtryggingin er þá eins og hver önnur misheppnuð skammtímahugsun, „björgunar aðferð“ verkalýðsforingja sem þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að höfundar geti ekki fært fram álitlegri ráð en að lækka stýrivexti í a.m.k. 4% og sett verði á leiguþak er ákaflega dapurt og vitnisburður um fávísi. Slík aðgerð myndi kollvarpa íslenska hagkerfinu og líkjast glapræði Erdogan Tyrklands forseta sem sá nú samt sóma sinn í því að hækka vexti á endanum. Þar að auki eru leiguþök fávísisfyrirsláttur sem kemur iðulega upp í umræðum þegar illa gengur. Að ganga í slíkar „björgunar aðferðir“ er eins og að pissa í skóinn sinn og mun aðeins draga úr mætti peningastefnunnar, lengja há-verðbólgutímabilið, lengja erfiða stöðu heimilanna og þá helst sem höllustum fæti standa Erfitt efnahagsástand verður aldrei auðvelt. En ef ekki væri stöðugt verið ganga í þessar „björgunar aðferðir“ fengjum við svigrúm til að hugsa rökrétta, þ.e. að taka á okkur skammtíma kostnað fyrir langvarandi velsæld. Það skortir hjá ofangreindum aðilum. Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um íslenskt efnahagslíf
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun