Sjáðu martröð Man. Utd á Parken og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Harry Maguire mótmælir dómi í 4-3 tapi Manchester United í Kaupmannahöfn í gær. AP/Liselotte Sabroe Fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta kláraðist í gærkvöldi en fjögur lið tryggðu sér þar sæti í sextán liða úrslitunum. Nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Bayern München, Real Madrid, Real Sociedad og Internazionale hafa öll tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir. Útlitið er aftur á móti slæmt hjá Manchester United sem tapaði 4-3 á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken. United komst í 2-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund en missti svo Marcus Rashford af velli með umdeilt rautt spjald. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United Leikurinn snerist algjörlega við það og United menn misstu hausinn. Danir jöfnuðu í 2-2 og svo aftur í 3-3. Það var síðan sautján ára strákur, Roony Bardghji, sem tryggði danska liðinu sigurinn. Bruno Fernandes skoraði þriðja marki United úr víti. Mohamed Elyounoussi, Diogo Goncalves og Lukas Lerager skoruðu þrjú fyrstu mörk FCK. Harry Kane skoraði tvö mörk þegar Bayern München vann 2-1 sigur á Galatasaray og tryggði sig áfram. FCK komst upp fyrir Galatasaray og í annað sætið eftir úrslitin í gær. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Sevilla Real Madrid komst líka áfram eftir 3-0 sigur á Sporting Braga á Bernabeu leikvanginum þar sem Brahim Diaz, Vinicius Jr. og Rodrygo skoruðu mörkin. Arsenal er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 2-0 sigur á Sevilla á Emirates þar sem Leandro Trossard og Bukayo Saka skoruðu mörkin. Real Sociedad og Internazionale eru bæði komin áfram úr D-riðli, Real Sociedad eftir 3-1 sigur á Benfica en Internazionale eftir 1-0 útisigur á Red Bull Salzburg þar sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Mörkin úr leik Bayern München og Galatasaray Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Braga Klippa: Mörkin úr leik Real Sociedad og Benfica Klippa: Markið úr leik Red Bull Salzburg og Inter Klippa: Markið úr leik PSV og Lens Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira