Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar Roony Bardghji sem skoraði sigurmarkið á móti Manchester United. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. „Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
„Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00