Fölsuðu leiki til að fá aukið fjármagn frá Alþjóðasambandinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 16:00 Krikket er ekki eins vinsælt í Frakklandi og hefur verið haldið fram Franska krikketsambandið liggur undir grun að hafa falsað leikjafjölda kvennaliða sambandsins til að auka fjárveitingar Alþjóðakrikketsambandsins til sín. Leikmenn, félög og fleiri meðlimir hafa stigið fram og ásakað sambandið um ólögmæta starfshætti. Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Krikket Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Krikket Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira