Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. 

Öflug hrina kom í nótt þar sem stærsti skjálftinn til þessa, 4,8 stig reið yfir. 

Þetta leiddi til þess að forsvarsmenn Bláa  lónsins ákváðu að loka öllum starfsstöðvum fyrirtækisins í Svartsengi í að minnsta kosti viku. Við heyrum einnig í íbúa í Grindavík en þar urðu margir skelkaðir í hamagangi næturinnar.

Þá fjöllum við einnig um átökin á Gasa og heyrum af umræðum á Alþingi þar sem dómsmálaráðherra sagði mikilvægt að auka við forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.

Í íþróttapakkanum verðir fjallað um sögulegan sigur FCK í Meistaradeildinni í gær og um leik Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu sem leikinn verður á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×