„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 08:00 Kvöldið 11. júlí síðastliðinn var örlagaríkt í lífi Sædísar. Vísir/Vilhelm Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. „Eitt af því sem fór í gegn um hugann á mér á milli högga var „guð minn góður, það eru konur sem lenda ítrekað í svona, hafa ekkert bakland og þurfa að flýja heimili sitt, jafnvel með börnin sín“. Ásamt því óttaðist ég að sjá ekki börnin mín aftur,“ segir hún. Einn og hálfur klukkutími Málið er nú á borði lögreglu en ákæran kveður á um frelsissviptingu, líkamsárás, brot á friðhelgi og innbrot. En þar sem málið er enn í kæruferli getur Sædís einungis talað um „meintan“ árásarmann. Hinn meinti árásarmaður sem um ræðir er karlmaður sem Sædís hafði verið í sambandi með í stuttan tíma. „Við vorum saman í nokkra mánuði en slitum því stuttu áður en þetta gerðist. Það reyndist mér mjög erfitt að komast út úr sambandinu en ég var ákveðin í að halda áfram með líf mitt, án hans,“ segir hún og bætir við að síðar meir hafi hún litið til baka og áttað sig á því að hegðun mannsins hafi einkennst af því sem kallað er á ensku „love bombing“, þar sem einstaklingur sýnir ást og alúð með mjög öfgafullum hætti og gjörðir hans miða að því að stjórna hinum aðilanum. „Í tvær, þrjár vikur áður var búið að vera samskiptavesen út af dóti, hann vildi ræða ákveðin mál sem ég var ekki tilbúin til. Ég vildi bara klára þetta dótamál og samþykkti að við myndum hittast á miðvikudeginum 12. júlí til að ræða það.“ Sædís rifjar upp atburðarásina að kvöldi 11. júlí. Hún er einstæð móðir sex ára tvíbura og fyrirhugað var að daginn eftir myndi hún taka á móti þeim til að eyða saman næstu tveimur vikum í sumarfríi. Þær áætlanir áttu eftir að fara úr skorðum. Hér má sjá dæmi um áverkana á líkama Sædísar eftir árásina.Samsett „Ég kom heim um kvöldið og læsti ekki beint á eftir mér, sem var samt ekki boð um að einhver mætti koma inn. Ég hljóp beint á salernið að pissa og heyrði þá að hann kom inn, en þá byrjaði atburðarásin. Hann vill fá að ræða málin, sem ég neitaði og bað hann ítrekað að fara út. Ég leit í kringum mig og tók eftir að hann hafði verið heima hjá mér, meðal annars farið inn í herbergið mitt. Ég gekk á hann, sagði að þetta væri ekki í lagi og bað hann að fara. Og þá tók við það sem kallast frelsissvipting. Hann tók af mér símann og læsti. Í einn og hálfan tíma gekk á ofbeldi fram og til baka um alla íbúð,“ segir Sædís. Um hafi verið að ræða andlegt, líkamlegt og einnig kynferðislegt ofbeldi, en hún tekur fram að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Bjartsýn á framhaldið Það er einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við þegar lífi þeirra er ógnað. „Ég upplifði bæði að það kviknaði á einhverju dýrslegu eðli og ég reyndi að verjast og líka að ég var orðin örmagna af þreytu og lét undan; gerði það sem þurfti til að lifa af. Það er ekki hægt að segja til um hvað er rétt eða rangt í þessum aðstæðum, það er eitthvað sem tekur yfir, eitthvað líffræðilegt afl og þú ræður ekki við það.“ Sædís segist minna sjálfa sig reglulega á að hún beri ekki ábyrgð á ofbeldinu sem hún varð fyrir.Vísir/Vilhelm Sædís kveðst að lokum hafa náð að koma sér út úr íbúðinni og hringdi hún þá strax á lögregluna, sem mætti heim til hennar og handtók manninn. Hún hringdi síðan í systur sína, sem mætti til hennar stuttu á eftir, ásamt manni sínum. „Án þeirra þá veit ég ekki hvort að úrvinnslan hafi verið eins, og að ég væri á svona góðri braut í dag. Þau aðstoðuðu við að grípa mig, ræða við lögreglu og koma íbúðinni í stand eftir átökin. Ótal hlutir sem þau sáu um, sem ég var eðlilega ekki að hugsa út í, enda nánast með óráði þessa nótt. Þau viku heldur ekki frá mér dagana á eftir. Það voru ekki margir staðir á líkama mínum sem ekki sá á eftir þetta. Þetta voru átök,“ segir Sædís. Hún er bjartsýn á að réttlætið nái fram að ganga, en sem fyrr segir er málið nú í kæruferli. „Þetta mun fara alla leið, en mun taka tíma.“ Heldur ótrauð áfram Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir árásina, á meðan lögreglan var ennþá inni í íbúðinni, að Sædís tók fram miða og skrifaði niður setningu: „Þú berð ekki ábyrgð.“ Hún minnir sig reglulega á þessi orð. „Ég hef reynt að fara eftir þessu. Vegna þess að þolandinn ber ekki ábyrgðina á ofbeldisverknaðinum,“ segir hún. En hún man eftir því að meintur árásarmaður sagði meðal annars „þetta er það sem þú vilt“ og „þú varst að biðja um þetta.“ „Það var í raun ekki fyrr en á þriðja degi eftir árásina að það rann upp fyrir mér hversu hætt ég var komin; að ég hefði virkilega getað dáið. Þá fyrst fékk ég pínu sjokk. Einhverju síðar var ég úti að keyra og það kom lag í útvarpinu með Bubba Morthens. Á einum stað í laginu var þessi setning: „Ég hélt þennan dag myndi ég deyja“. Þessi setning sló mig strax og ég stoppaði bílinn og hlustaði á lagið til enda, og hugsaði með mér að ég hafði í alvörunni verið í þessum aðstæðum.“ Sædís kveðst strax í upphafi hafa nýtt sér öll þau úrræði sem stóðu til boða. Hún fór í áverkaskoðun á bráðamóttöku og hafði síðan samband við Rauða krossinn og pantaði tíma hjá Bjarkarhlíð. Hún er með góðan lögfræðing sér til stuðnings og er að eigin sögn umvafin frábæru fólki; fjölskyldu og vinum. Yfirmenn hennar og samstarfsfólk hafi sömuleiðis reynst henni vel. „Ég er ótrúlega heppin að vera með aðgengi að slíkri dásemd. En það eru ekki allir svo heppnir,“ segir hún. „Maður þarf að þiggja hjálpina, biðja um hjálpina og sýna sér mildi, eins erfitt og það getur verið.“ Hún hefur sótt viðtöl hjá Stígamótum og er undir eftirliti hjá heimilislækni. „Ég vil meina að ég sé að tækla þetta nokkuð vel en ætla að sjálfsögðu ekki að láta eins og þetta sé auðvelt,“ segir hún. „Líkamsárás hefur að sjálfsögðu afleiðingar. Þó svo að ég sé sterk og sé að vinna úr hlutunum þá er þetta mjög erfitt. En ég held áfram. Stundum er orkan og líðanin þannig að ég þarf að taka bara einn klukkutíma í einu. En ég held alltaf áfram.“ Sædís segir marga undrast á því að hvernig hún hefur tekist á við afleiðingar árásarinnar.Vísir/Vilhelm Hún glímir ennþá við afleiðingar af rifbeinsbrotinu og suma daga er líkamlega eða andlega orkan nánast engin. Einkenni áfallastreitu geta verið lúmsk og látið á sér kræla þegar síst er von á. „Það er ótrúlegustu hugsanir „triggerar“ og hlutir sem koma upp eftir svona hræðilega lífsreynslu. Þetta mun vissulega hafa áhrif og maður veit ekki hver þau verða." Ekki dæmigert fórnarlamb „Sömu nótt eftir atvikið varð ég strax staðráðin í því að vera mjög opin með allt saman og það sem kæmi í kjölfarið, til að geta vonandi hjálpað einhverjum öðrum og til að hjálpa mér að takast á við aðstæður. Sem það gerði og er enn að gera, bæði fyrir mig og aðra," segir Sædís. Hún hefur því óhikað deilt reynslu sinni og svarað spurningum þeirra sem vilja vita meira um hvað gerðist. Sædís bendir á að einstaklingar takist á við áföll á mismunandi hátt. Þetta sé einfaldlega hennar leið. „Margir verða hneykslaðir á að ég sé bara að lifa lífinu, sé „ligeglad“ og allt gangi sinn vanagang. En það er ekki auðvelt. Þetta er heljarinnar vinna og margt sem þarf að takast á við og á eftir að vinna úr.“ Hún segir það vera dálítið áhugavert hvernig fólk virðist oft hafa ákveðna ímynd í hausnum af „dæmigerðum“ þolanda ofbeldis. „Ég hef alltaf verið frekar sýnileg í því sem ég er að gera og kem fyrir sjónir sem sterk og sjálfstæð. Ég er í stjórnunarstarfi og vel menntuð. Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu. Það er mörgum brugðið. En einmitt þess vegna vil ég vera opin með þetta. Vegna þess að það getur hver sem er lent í þessum aðstæðum. Það geta allir orðið fyrir ofbeldi. En svo er auðvitað mismunandi hvernig hver og einn tekst á við afleiðingarnar." Ég á dálítið erfitt með að segja fólki að mér gangi vel, að ég sé að gera það sama og ég var að gera áður og halda áfram með lífið. Viðhorfið í samfélaginu er þannig að þar sem ég er þolandi þá eigi ég réttilega að vera heima hjá mér, liggjandi uppi í rúmi í fósturstellingunni. Þetta er svona staðalímynd sem fólk hefur." Sædís segist meðal annars hafa fengið þá spurningu hvað hinum meinta árásarmanni hafi gengið til; hvort hann hafi verið drukkinn eða undir áhrifum vímuefna. „Hann var það ekki, en þó svo að hann hefði verið það þá er það aldrei nein afsökun fyrir svona ómennsku.“ Hún segist aldrei hafa dottið í þá gildru að kenna sjálfri sér um ofbeldið. „Ég hef aldrei kennt sjálfri mér um fyrir að hafa ekki læst á eftir mér, eða dvalið í því. En það eru ekki allir sem geta það.“ Strax í kjölfar árásarinnar ræddu Sædís og barnsfaðir hennar um hvernig þau gætu útskýrt fyrir börnunum sínum tveimur af hverju mamma þeirra væri ekki eins og hún ætti að sér að vera. Það getur skiljanlega verið vandasamt að útskýra atvik eins og þetta fyrir litlum sálum. Allt í einu var mamma þeirra komin í fatla og með allskyns líkamlega áverka. „Við þurftum að útskýra fyrir þeim að mamma gæti ekki verið með þeim alveg strax. Við komumst að þeirri niðurstöðu að segja þeim að ég hefði lent í hjólaslysi, þau vita nefnilega að mamma þeirra getur verið dálítið klaufsk á hjólinu. Við vissum að það væri besta lausnin. Við tölum alltaf um „hjólaslysið“ og þau hafa sýnt því skilning að mamma getur ekki ennþá gert allt sem hún var áður vön að gera.“ Sædís vill nýta reynslu sína til góðs og veita öðrum þolendum hvatningu og styrk.Vísir/Vilhelm Jólatónleikar til styrktar Kvennaathvarfinu Sædís starfar sem forstöðumaður Vogasels frístundaheimilis í Vogaskóla en hún er einnig lærð söngkona og hefur í gegnum tíðina komið fram við ýmis tilefni. Undanfarin tvö ár hefur hún ásamt fleirum staðið fyrir jólatónleikum í byrjun desember, „Eitt lítið jólakvöld“- þar sem góðir vinir koma saman, eiga notalega stund og syngja inn desember. Og í ár verður engin undantekning þar á, en tónleikarnir munu fara fram í Vogaskóla. Allir sem koma að þeim munu gefa vinna sína, ásamt því að einhverjir gestir munu fara heim með glaðninga sem dregnir verða út og gefnir hafa verið til að styrktar viðburðinum. „Tónleikarnir voru eitt af því sem ég hélt að ég myndi kannski ekki geta framkvæmt, hvort ég yrði í standi til þess miðað við það sem hafði gengið á. En vegna þess að ég er búin að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti, og er með svo ótrúlega gott bakland þá ákvað ég að halda mínu striki og láta gott af mér leiða. Ég ákvað að halda mína árlegu jólatónleika, því ég er á lífi og ætla að fagna því!“ Og það er af góðri ástæðu að í ár mun allur ágóði af tónleikunum renna óskiptur til Kvennaathvarfsins. „Auk þess mun ég leggja kapp á að færa þeim nauðsynjavörur og annað sem vantar, til að bæta aðstöðu fyrir konur og börn sem nýta þar þjónustuna.“ Henni þykir vænt um að geta stutt við starfsemi Kvennaathvarfsins með þessum hætti. Hún rifjar aftur upp það sem fór í gegnum huga hennar á meðan á árásinni stóð; að það væru fjölmargar aðrar konur þarna úti sem hefðu ekki sama bakland og hún. „Ég man svo skýrt eftir að hafa hugsað þetta, þrátt fyrir að hafa í raun verið stödd í mjög hættulegum aðstæðum. Þetta ómaði í hausnum á mér. „Guð minn góður, það er aðrar konur sem lenda í svona og geta ekki staðið með sjálfri sér eins og ég.“ Gestir tónleikanna eiga von á góðu, en þar verða spiluð lög sem allir þekkja. „Þetta er svona klassísk og hátíðleg stemning fyrir hlé og eftir það verður afslappaðri stemning, meira um syrpur og svona almennan fíflagang,“ segir Sædís brosandi. „Það munu allir finna eitthvað við sitt hæfi.“ Hún horfir bjartsýn fram á veginn. „Ég er ánægð, og þakklát að þrátt fyrir allt þá hefur mér tekist að halda áfram í mín gildi og minn styrk. Ég tók einfaldlega þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að leyfa þessum manni að taka það af mér. En ég hugsa til allra þeirra sem hafa lent í svipuðum aðstæðum, þar sem þessum eiginleikum er rænt af þeim í leiðinni. Það er afskaplega sárt að vita af því. Þess vegna langar mig svo mikið að geta hvatt aðra áfram og vera fyrirmynd. Ég held áfram og ég mun leggja mitt að mörkum til að aðstoða þá sem eru ekki í eins góðri stöðu og ég.“ Fyrir þá sem vilja næla sér í miða á tónleikana og styðja við starfsemi Kvennaathvarfsins þá er hægt að kaupa miða á Tix.is. Hér má finna facebooksíðu tónleikanna Eitt lítið jólakvöld. Heimilisofbeldi Kvennaathvarfið Helgarviðtal Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Eitt af því sem fór í gegn um hugann á mér á milli högga var „guð minn góður, það eru konur sem lenda ítrekað í svona, hafa ekkert bakland og þurfa að flýja heimili sitt, jafnvel með börnin sín“. Ásamt því óttaðist ég að sjá ekki börnin mín aftur,“ segir hún. Einn og hálfur klukkutími Málið er nú á borði lögreglu en ákæran kveður á um frelsissviptingu, líkamsárás, brot á friðhelgi og innbrot. En þar sem málið er enn í kæruferli getur Sædís einungis talað um „meintan“ árásarmann. Hinn meinti árásarmaður sem um ræðir er karlmaður sem Sædís hafði verið í sambandi með í stuttan tíma. „Við vorum saman í nokkra mánuði en slitum því stuttu áður en þetta gerðist. Það reyndist mér mjög erfitt að komast út úr sambandinu en ég var ákveðin í að halda áfram með líf mitt, án hans,“ segir hún og bætir við að síðar meir hafi hún litið til baka og áttað sig á því að hegðun mannsins hafi einkennst af því sem kallað er á ensku „love bombing“, þar sem einstaklingur sýnir ást og alúð með mjög öfgafullum hætti og gjörðir hans miða að því að stjórna hinum aðilanum. „Í tvær, þrjár vikur áður var búið að vera samskiptavesen út af dóti, hann vildi ræða ákveðin mál sem ég var ekki tilbúin til. Ég vildi bara klára þetta dótamál og samþykkti að við myndum hittast á miðvikudeginum 12. júlí til að ræða það.“ Sædís rifjar upp atburðarásina að kvöldi 11. júlí. Hún er einstæð móðir sex ára tvíbura og fyrirhugað var að daginn eftir myndi hún taka á móti þeim til að eyða saman næstu tveimur vikum í sumarfríi. Þær áætlanir áttu eftir að fara úr skorðum. Hér má sjá dæmi um áverkana á líkama Sædísar eftir árásina.Samsett „Ég kom heim um kvöldið og læsti ekki beint á eftir mér, sem var samt ekki boð um að einhver mætti koma inn. Ég hljóp beint á salernið að pissa og heyrði þá að hann kom inn, en þá byrjaði atburðarásin. Hann vill fá að ræða málin, sem ég neitaði og bað hann ítrekað að fara út. Ég leit í kringum mig og tók eftir að hann hafði verið heima hjá mér, meðal annars farið inn í herbergið mitt. Ég gekk á hann, sagði að þetta væri ekki í lagi og bað hann að fara. Og þá tók við það sem kallast frelsissvipting. Hann tók af mér símann og læsti. Í einn og hálfan tíma gekk á ofbeldi fram og til baka um alla íbúð,“ segir Sædís. Um hafi verið að ræða andlegt, líkamlegt og einnig kynferðislegt ofbeldi, en hún tekur fram að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Bjartsýn á framhaldið Það er einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við þegar lífi þeirra er ógnað. „Ég upplifði bæði að það kviknaði á einhverju dýrslegu eðli og ég reyndi að verjast og líka að ég var orðin örmagna af þreytu og lét undan; gerði það sem þurfti til að lifa af. Það er ekki hægt að segja til um hvað er rétt eða rangt í þessum aðstæðum, það er eitthvað sem tekur yfir, eitthvað líffræðilegt afl og þú ræður ekki við það.“ Sædís segist minna sjálfa sig reglulega á að hún beri ekki ábyrgð á ofbeldinu sem hún varð fyrir.Vísir/Vilhelm Sædís kveðst að lokum hafa náð að koma sér út úr íbúðinni og hringdi hún þá strax á lögregluna, sem mætti heim til hennar og handtók manninn. Hún hringdi síðan í systur sína, sem mætti til hennar stuttu á eftir, ásamt manni sínum. „Án þeirra þá veit ég ekki hvort að úrvinnslan hafi verið eins, og að ég væri á svona góðri braut í dag. Þau aðstoðuðu við að grípa mig, ræða við lögreglu og koma íbúðinni í stand eftir átökin. Ótal hlutir sem þau sáu um, sem ég var eðlilega ekki að hugsa út í, enda nánast með óráði þessa nótt. Þau viku heldur ekki frá mér dagana á eftir. Það voru ekki margir staðir á líkama mínum sem ekki sá á eftir þetta. Þetta voru átök,“ segir Sædís. Hún er bjartsýn á að réttlætið nái fram að ganga, en sem fyrr segir er málið nú í kæruferli. „Þetta mun fara alla leið, en mun taka tíma.“ Heldur ótrauð áfram Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir árásina, á meðan lögreglan var ennþá inni í íbúðinni, að Sædís tók fram miða og skrifaði niður setningu: „Þú berð ekki ábyrgð.“ Hún minnir sig reglulega á þessi orð. „Ég hef reynt að fara eftir þessu. Vegna þess að þolandinn ber ekki ábyrgðina á ofbeldisverknaðinum,“ segir hún. En hún man eftir því að meintur árásarmaður sagði meðal annars „þetta er það sem þú vilt“ og „þú varst að biðja um þetta.“ „Það var í raun ekki fyrr en á þriðja degi eftir árásina að það rann upp fyrir mér hversu hætt ég var komin; að ég hefði virkilega getað dáið. Þá fyrst fékk ég pínu sjokk. Einhverju síðar var ég úti að keyra og það kom lag í útvarpinu með Bubba Morthens. Á einum stað í laginu var þessi setning: „Ég hélt þennan dag myndi ég deyja“. Þessi setning sló mig strax og ég stoppaði bílinn og hlustaði á lagið til enda, og hugsaði með mér að ég hafði í alvörunni verið í þessum aðstæðum.“ Sædís kveðst strax í upphafi hafa nýtt sér öll þau úrræði sem stóðu til boða. Hún fór í áverkaskoðun á bráðamóttöku og hafði síðan samband við Rauða krossinn og pantaði tíma hjá Bjarkarhlíð. Hún er með góðan lögfræðing sér til stuðnings og er að eigin sögn umvafin frábæru fólki; fjölskyldu og vinum. Yfirmenn hennar og samstarfsfólk hafi sömuleiðis reynst henni vel. „Ég er ótrúlega heppin að vera með aðgengi að slíkri dásemd. En það eru ekki allir svo heppnir,“ segir hún. „Maður þarf að þiggja hjálpina, biðja um hjálpina og sýna sér mildi, eins erfitt og það getur verið.“ Hún hefur sótt viðtöl hjá Stígamótum og er undir eftirliti hjá heimilislækni. „Ég vil meina að ég sé að tækla þetta nokkuð vel en ætla að sjálfsögðu ekki að láta eins og þetta sé auðvelt,“ segir hún. „Líkamsárás hefur að sjálfsögðu afleiðingar. Þó svo að ég sé sterk og sé að vinna úr hlutunum þá er þetta mjög erfitt. En ég held áfram. Stundum er orkan og líðanin þannig að ég þarf að taka bara einn klukkutíma í einu. En ég held alltaf áfram.“ Sædís segir marga undrast á því að hvernig hún hefur tekist á við afleiðingar árásarinnar.Vísir/Vilhelm Hún glímir ennþá við afleiðingar af rifbeinsbrotinu og suma daga er líkamlega eða andlega orkan nánast engin. Einkenni áfallastreitu geta verið lúmsk og látið á sér kræla þegar síst er von á. „Það er ótrúlegustu hugsanir „triggerar“ og hlutir sem koma upp eftir svona hræðilega lífsreynslu. Þetta mun vissulega hafa áhrif og maður veit ekki hver þau verða." Ekki dæmigert fórnarlamb „Sömu nótt eftir atvikið varð ég strax staðráðin í því að vera mjög opin með allt saman og það sem kæmi í kjölfarið, til að geta vonandi hjálpað einhverjum öðrum og til að hjálpa mér að takast á við aðstæður. Sem það gerði og er enn að gera, bæði fyrir mig og aðra," segir Sædís. Hún hefur því óhikað deilt reynslu sinni og svarað spurningum þeirra sem vilja vita meira um hvað gerðist. Sædís bendir á að einstaklingar takist á við áföll á mismunandi hátt. Þetta sé einfaldlega hennar leið. „Margir verða hneykslaðir á að ég sé bara að lifa lífinu, sé „ligeglad“ og allt gangi sinn vanagang. En það er ekki auðvelt. Þetta er heljarinnar vinna og margt sem þarf að takast á við og á eftir að vinna úr.“ Hún segir það vera dálítið áhugavert hvernig fólk virðist oft hafa ákveðna ímynd í hausnum af „dæmigerðum“ þolanda ofbeldis. „Ég hef alltaf verið frekar sýnileg í því sem ég er að gera og kem fyrir sjónir sem sterk og sjálfstæð. Ég er í stjórnunarstarfi og vel menntuð. Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu. Það er mörgum brugðið. En einmitt þess vegna vil ég vera opin með þetta. Vegna þess að það getur hver sem er lent í þessum aðstæðum. Það geta allir orðið fyrir ofbeldi. En svo er auðvitað mismunandi hvernig hver og einn tekst á við afleiðingarnar." Ég á dálítið erfitt með að segja fólki að mér gangi vel, að ég sé að gera það sama og ég var að gera áður og halda áfram með lífið. Viðhorfið í samfélaginu er þannig að þar sem ég er þolandi þá eigi ég réttilega að vera heima hjá mér, liggjandi uppi í rúmi í fósturstellingunni. Þetta er svona staðalímynd sem fólk hefur." Sædís segist meðal annars hafa fengið þá spurningu hvað hinum meinta árásarmanni hafi gengið til; hvort hann hafi verið drukkinn eða undir áhrifum vímuefna. „Hann var það ekki, en þó svo að hann hefði verið það þá er það aldrei nein afsökun fyrir svona ómennsku.“ Hún segist aldrei hafa dottið í þá gildru að kenna sjálfri sér um ofbeldið. „Ég hef aldrei kennt sjálfri mér um fyrir að hafa ekki læst á eftir mér, eða dvalið í því. En það eru ekki allir sem geta það.“ Strax í kjölfar árásarinnar ræddu Sædís og barnsfaðir hennar um hvernig þau gætu útskýrt fyrir börnunum sínum tveimur af hverju mamma þeirra væri ekki eins og hún ætti að sér að vera. Það getur skiljanlega verið vandasamt að útskýra atvik eins og þetta fyrir litlum sálum. Allt í einu var mamma þeirra komin í fatla og með allskyns líkamlega áverka. „Við þurftum að útskýra fyrir þeim að mamma gæti ekki verið með þeim alveg strax. Við komumst að þeirri niðurstöðu að segja þeim að ég hefði lent í hjólaslysi, þau vita nefnilega að mamma þeirra getur verið dálítið klaufsk á hjólinu. Við vissum að það væri besta lausnin. Við tölum alltaf um „hjólaslysið“ og þau hafa sýnt því skilning að mamma getur ekki ennþá gert allt sem hún var áður vön að gera.“ Sædís vill nýta reynslu sína til góðs og veita öðrum þolendum hvatningu og styrk.Vísir/Vilhelm Jólatónleikar til styrktar Kvennaathvarfinu Sædís starfar sem forstöðumaður Vogasels frístundaheimilis í Vogaskóla en hún er einnig lærð söngkona og hefur í gegnum tíðina komið fram við ýmis tilefni. Undanfarin tvö ár hefur hún ásamt fleirum staðið fyrir jólatónleikum í byrjun desember, „Eitt lítið jólakvöld“- þar sem góðir vinir koma saman, eiga notalega stund og syngja inn desember. Og í ár verður engin undantekning þar á, en tónleikarnir munu fara fram í Vogaskóla. Allir sem koma að þeim munu gefa vinna sína, ásamt því að einhverjir gestir munu fara heim með glaðninga sem dregnir verða út og gefnir hafa verið til að styrktar viðburðinum. „Tónleikarnir voru eitt af því sem ég hélt að ég myndi kannski ekki geta framkvæmt, hvort ég yrði í standi til þess miðað við það sem hafði gengið á. En vegna þess að ég er búin að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti, og er með svo ótrúlega gott bakland þá ákvað ég að halda mínu striki og láta gott af mér leiða. Ég ákvað að halda mína árlegu jólatónleika, því ég er á lífi og ætla að fagna því!“ Og það er af góðri ástæðu að í ár mun allur ágóði af tónleikunum renna óskiptur til Kvennaathvarfsins. „Auk þess mun ég leggja kapp á að færa þeim nauðsynjavörur og annað sem vantar, til að bæta aðstöðu fyrir konur og börn sem nýta þar þjónustuna.“ Henni þykir vænt um að geta stutt við starfsemi Kvennaathvarfsins með þessum hætti. Hún rifjar aftur upp það sem fór í gegnum huga hennar á meðan á árásinni stóð; að það væru fjölmargar aðrar konur þarna úti sem hefðu ekki sama bakland og hún. „Ég man svo skýrt eftir að hafa hugsað þetta, þrátt fyrir að hafa í raun verið stödd í mjög hættulegum aðstæðum. Þetta ómaði í hausnum á mér. „Guð minn góður, það er aðrar konur sem lenda í svona og geta ekki staðið með sjálfri sér eins og ég.“ Gestir tónleikanna eiga von á góðu, en þar verða spiluð lög sem allir þekkja. „Þetta er svona klassísk og hátíðleg stemning fyrir hlé og eftir það verður afslappaðri stemning, meira um syrpur og svona almennan fíflagang,“ segir Sædís brosandi. „Það munu allir finna eitthvað við sitt hæfi.“ Hún horfir bjartsýn fram á veginn. „Ég er ánægð, og þakklát að þrátt fyrir allt þá hefur mér tekist að halda áfram í mín gildi og minn styrk. Ég tók einfaldlega þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að leyfa þessum manni að taka það af mér. En ég hugsa til allra þeirra sem hafa lent í svipuðum aðstæðum, þar sem þessum eiginleikum er rænt af þeim í leiðinni. Það er afskaplega sárt að vita af því. Þess vegna langar mig svo mikið að geta hvatt aðra áfram og vera fyrirmynd. Ég held áfram og ég mun leggja mitt að mörkum til að aðstoða þá sem eru ekki í eins góðri stöðu og ég.“ Fyrir þá sem vilja næla sér í miða á tónleikana og styðja við starfsemi Kvennaathvarfsins þá er hægt að kaupa miða á Tix.is. Hér má finna facebooksíðu tónleikanna Eitt lítið jólakvöld.
Heimilisofbeldi Kvennaathvarfið Helgarviðtal Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira