Um eflingu háskólanáms á landsbyggðinni – Suðurlands dæmið Ingunn Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 13:01 Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun