Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 13:47 Palestínskir flóttamenn sem flúðu suðurhluta Gasa strandar í dag. Vísir/AP Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira