Enski boltinn

Liðsfélagi Jóhanns Bergs frá keppni vegna and­legra veikinda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lyle Foster verður frá keppni um óákveðin tíma vegna andlegra veikinda sem hann glímir við.
Lyle Foster verður frá keppni um óákveðin tíma vegna andlegra veikinda sem hann glímir við. MB Media/Getty Images

Framherjinn Lyle Foster, liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssona hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar vegna andlegra veikinda. 

Foster opnaði sig fyrst um andleg veikindi sín í júlí á þessu ári og sagði þá frá því að hann hafi verið að glíma við þunglyndi. Framherjinn fékk mikinn stuðning frá félaginu í sumar og hefur nú aftur leitað sér hjálpar og fær nú einnig tíma til að vinna úr sínum málum undir handleiðslu sérfræðings.

Burnley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að Foster og fjölskylda hans hafi beðið félagið að koma upplýsingum um líðan hans á framfæri.

Í yfirlýsingunni, sem má sjá hér fyrir ofan, segir að Foster vinni nú í sínum málum með sérfræðingi og að félagið og fjölskylda framherjans muni styðja hann eins og hægt er til að leikmanninum líði betur. Þá segir einnig að félagið muni ekki tjá sig frekar um málið og óskað er eftir því að einkalíf Lyles Foster sé virt.

Þá segir Vincent Kompany, þjálfari Burnley, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær Foster snýr aftur á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×