Viðskipti innlent

Bein út­sending: Síðasti fundur Hring­ferðar SFS

Samúel Karl Ólason skrifar
SFS hefur farið hringinn um landinn til að ræða við fólk um sjávarútveginn.
SFS hefur farið hringinn um landinn til að ræða við fólk um sjávarútveginn. Vísir/Vilhelm

Lokafundur Hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram í dag. Fulltrúar SFS hafa farið hringinn um landinn á síðustu vikum og rætt við fjölda fólks um sjávarútveginn á Íslandi.

Á þessum fundi fær Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, hann Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing Arionbanka, og Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafa, og munu þau ræða sjávarútveginn.

Fundurinn hefst klukkan hálf níu í Silfurbergi í Hörpunni en einnig má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.

Áður hafa fundir verið haldnir á Ísafirði, Ólafsvík, Egilsstöðum, Akureyri, Vestmannaeyjum, og í Grindavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×