Lífið

Hönnunarperla úr smiðju HAF-hjóna til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er sérlega smart í skandinavískum stíl þar sem ljósir litir, hlýleiki og vandað efnisval stendur upp úr.
Íbúðin er sérlega smart í skandinavískum stíl þar sem ljósir litir, hlýleiki og vandað efnisval stendur upp úr.

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur yfirmáta sjarmerandi íbúð í húsi sem byggt var árið 1944. Íbúðin var endurhönnuð af fyrri eigendum, Haf-hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, árið 2018 á afar glæsilegan máta.

Eigendur HAF studio gerðu íbúðina upp árið 2018 á afar glæsilegan hátt þar sem gólfefni, eldhús og  baðherbergi var tekið í endurnýjað.Domus Nova

Íbúðin er 101 fermetrar að stærð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Eignin er sérlega smart í skandínavískum stíl búin vönduðu efnisvali og björtum rýmum.

Í eldhúsi eru fallegar framhliðar frá HAF-studio úr eik ásamt fallegri Carrara marmaraplötu á borðum. 

Eldhús, borðstofa og stofa er í opnu og samliggjandi rými. Milli stofu og borðstofu er tvöföld frönsk glerhurð sem skilur rýmin að. Á gólfi er hvítolíuborið furuparket og setur skandínavískan blæ á heildarmyndina.

Opið er á milli eldhúss og borðstofu. Domus Nova
Tvöföld frönsk glerhurð skilur stofu og borðstofu að.Domus Nova
Stofur eru tvær, bjartar og smart.Domus Nova

Stílhreint og hlýlegt

Tvö herbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi. Baðherbergið er stílhreint með gegnheilum Terrazo flísum á veggjum og gólfi. Innrétting er frá IKEA með HAF framhliðum í eik.

Karitas var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Heimsókn um árið. Þar fékk hann að sjá frá breytingum sem hjónin gerðu á eigninni.

Fallegar Terrazo flísar prýða baðherbergið. Domus Nova

Nánari upplýsingar má finna um eignina á Vísi.is


Tengdar fréttir

HAF hjónin kaupa draumaeignina

Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa fest kaup á draumaeigninni við Fjölnisveg 14 í Þingholtunum í Reykjavík.

Haf hjónin selja sögufræga miðbæjarperlu

Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa sett sögufræga séreign við Laufásveg til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×