Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi, flutningabíla og næg bílastæði.
Húsrýmisþörf er áætluð um 820 fermetrar þ.a. 270 fermetra fyrir hefðbundna skrifstofustarfsemi og um 550 fermetra fyrir sértæk rými.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á www.utbodsvefur.ismánudaginn 13. nóvember 2023.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.
Fyrirspurnir varðandi verkefni Geislavarnir ríkisins - leiguhúsnæði skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is .
Fyrirspurnarfrestur rennur út mánudaginn 20. nóvember en svarfrestur er til og með fimmtudagsins 23. nóvember.
Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 8. desember 2023.
Merkja skal tilboðin; nr. 6330126 - Geislavarnir ríkisins – Leiguhúsnæði.