Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2023 16:23 Ingólfur og Sindri þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún.
Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35