Handbolti

Bjarki Már skoraði tvö í toppslag

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bjarki Már var með fullkomna skotnýtingu í kvöld
Bjarki Már var með fullkomna skotnýtingu í kvöld Veszprém

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprem unnu í dag tveggja marka sigur á erkifjendum sínum í Pick Szeged í ungverska handboltanum í kvöld.

Fyrir leikinn í dag var Veszprem með tveggja stiga forskot á Pick Szeged á toppi deildarinnar en hafði leikið einum leik fleira. Það var því ljóst að liðið sem færi með sigur af hólmi myndi lyfta sér í toppsæti deildarinnar.

Leikurinn var jafn framan af en lið Veszprem skrefinu á undan og náði mest fjögurra marka forskoti. Staðan í hálfleik 15-13 Veszprem í vil.

Svipað var uppi á teningunum í síðari hálfleik. Pick Szeged komst einu marki yfir í upphafi hans en gestirnir náðu yfirhöndinni á ný. Þegar innan við tíu mínútur voru eftir náðu leikmenn Veszprem síðan fimm marka forskoti og það var of mikið bil fyrir heimamenn að brúa.

Lokatölur 30-25 og Veszprem nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson lék með liði Veszprem í dag og spilaði tæplega helming leiksins. Hann skoraði tvö mörk en bæði mörkin komu af vítalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×