Máluðu sig í gulllit frá toppi til táar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 12:01 Hammarby stelpurnar fögnuðu vel í leikslok þegar langþráður meistaratitill var í höfn. @hammarbyfotboll Sænska fótboltaliðið Hammarby vann um helgina fyrsta meistaratitil félagsins í kvennaflokki og þann fyrsta hjá félaginu síðan karlaliðið varð meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2001. Stuðningsmenn Hammarby þykja í hópi þeirra allra hörðustu í Svíþjóð og þeir fjölmenntu til að styðja á bak við stelpurnar sínar enda búnir að bíða mjög lengi eftir gullinu. Hammarby nýtti sér stuðninginn og tryggði sér titilinn með 2-0 sigri á Norrköping á útivelli. Þær fengu á endanum jafnmörg stig og Häcken en unnu titilinn á einu marki í markatölu. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Madelen Janogy var hetja liðsins því hún skoraði bæði mörkin í sigrinum og skoraði líka eitt marka liðsins í mikilvægum 3-2 sigri í leiknum á undan sem var einmitt á móti Häcken. Í úrslitaleiknum um helgina skoraði hún sitt ellefta og tólfta deildarmark á tímabilinu og varð hún markahæsti leikmaður liðsins. Það fór því ekkert á milli mála að hetja meistaranna var umrædd Janogy sem hélt síðan upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Sportbladet fékk Janogy í myndatöku eftir sigurinn og tók hún liðsfélaga sína Matilda Vinberg og Ellen Gibson með sér. Janogy og félagar hennar voru til í allt og þar á meðal að mála sig allar í gulllitum frá toppi til táar fyrir forsíðumynd blaðsins. Hér fyrir neðan má myndband frá þessari sérstöku myndatöku Sportbladet. Ef Instagram færslurnar birtast ekki þá er gott að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Stuðningsmenn Hammarby þykja í hópi þeirra allra hörðustu í Svíþjóð og þeir fjölmenntu til að styðja á bak við stelpurnar sínar enda búnir að bíða mjög lengi eftir gullinu. Hammarby nýtti sér stuðninginn og tryggði sér titilinn með 2-0 sigri á Norrköping á útivelli. Þær fengu á endanum jafnmörg stig og Häcken en unnu titilinn á einu marki í markatölu. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Madelen Janogy var hetja liðsins því hún skoraði bæði mörkin í sigrinum og skoraði líka eitt marka liðsins í mikilvægum 3-2 sigri í leiknum á undan sem var einmitt á móti Häcken. Í úrslitaleiknum um helgina skoraði hún sitt ellefta og tólfta deildarmark á tímabilinu og varð hún markahæsti leikmaður liðsins. Það fór því ekkert á milli mála að hetja meistaranna var umrædd Janogy sem hélt síðan upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Sportbladet fékk Janogy í myndatöku eftir sigurinn og tók hún liðsfélaga sína Matilda Vinberg og Ellen Gibson með sér. Janogy og félagar hennar voru til í allt og þar á meðal að mála sig allar í gulllitum frá toppi til táar fyrir forsíðumynd blaðsins. Hér fyrir neðan má myndband frá þessari sérstöku myndatöku Sportbladet. Ef Instagram færslurnar birtast ekki þá er gott að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira