Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 09:02 Braverman nýtur mikils stuðnings ákveðins hóps innan Íhaldsflokksins en meirihlutinn virðist hafa verið fylgjandi því að hún yrði látin fara. AP Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. PA hefur eftir heimildarmönnum innan Íhaldsflokksins að um sé að ræða uppstokkun af hálfu forsætisráðherrans til að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar til að taka langtíma ákvarðanir „fyrir bjartari framtíð“. Kallað hefur verið eftir afsögn Braverman síðustu daga og vikur en hún vakti meðal annars reiði meðal flokkssystkina sinna í síðustu viku þegar hún hunsaði beiðnir frá skrifstofu forsætisráðherrans um að hún mildaði aðsenda grein sem birtist í Times. Braverman vakti mikla reiði þegar hún kallaði áköll mótmælenda eftir vopnahléi á Gasa „hatursgöngu“. Þá gaf hún í um helgina og kallaði eftir frekari aðgerðum gegn mótmælum stuðningsmanna Palestínu. Sagði ráðherrann á X/Twitter: „Þetta má ekki halda áfram. Viku eftir viku eru götur Lundúna mengaðar hatri, ofbeldi og gyðingaandúð. Ráðist er á almenna borgara og þeim ógnað. Gyðingar sérstaklega upplifa ógn. Frekari aðgerða er þörf,“ sagði Braverman. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Sunak hefði kjark til að láta Braverman fara en hún nýtur dyggs stuðnings ákveðins hóps meðal íhaldssamari Íhaldsmanna. Fyrrverandi ráðherra sagði á dögunum að málið hefði leitt til þess að Sunak hefði misst traust á miðjunni. Allt væri ástandið til þess fallið að skafa fylgi af flokknum. Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
PA hefur eftir heimildarmönnum innan Íhaldsflokksins að um sé að ræða uppstokkun af hálfu forsætisráðherrans til að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar til að taka langtíma ákvarðanir „fyrir bjartari framtíð“. Kallað hefur verið eftir afsögn Braverman síðustu daga og vikur en hún vakti meðal annars reiði meðal flokkssystkina sinna í síðustu viku þegar hún hunsaði beiðnir frá skrifstofu forsætisráðherrans um að hún mildaði aðsenda grein sem birtist í Times. Braverman vakti mikla reiði þegar hún kallaði áköll mótmælenda eftir vopnahléi á Gasa „hatursgöngu“. Þá gaf hún í um helgina og kallaði eftir frekari aðgerðum gegn mótmælum stuðningsmanna Palestínu. Sagði ráðherrann á X/Twitter: „Þetta má ekki halda áfram. Viku eftir viku eru götur Lundúna mengaðar hatri, ofbeldi og gyðingaandúð. Ráðist er á almenna borgara og þeim ógnað. Gyðingar sérstaklega upplifa ógn. Frekari aðgerða er þörf,“ sagði Braverman. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Sunak hefði kjark til að láta Braverman fara en hún nýtur dyggs stuðnings ákveðins hóps meðal íhaldssamari Íhaldsmanna. Fyrrverandi ráðherra sagði á dögunum að málið hefði leitt til þess að Sunak hefði misst traust á miðjunni. Allt væri ástandið til þess fallið að skafa fylgi af flokknum.
Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira