Viðskipti innlent

Leiðir ný­sköpun og þróun hjá Héðni

Atli Ísleifsson skrifar
Daníel Freyr Hjartarson.
Daníel Freyr Hjartarson. Aðsend

Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Daníel hafi áður starfað sem vélahönnuður og forritari hjá Héðni meðfram M.Sc. námi í vélaverkfræði, með sérhæfingu í stýringum og reglutækni, við tækniháskólann í Delft í Hollandi. 

„Í millitíðinni starfaði Daníel sem verkfræðingur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Rafnar . Auk þess að hafa lokið M.Sc. gráðu við tækniháskólann í Delft hefur Daníel einnig lokið B.Sc. námi í tölvunarfræði og vélaverkfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×