Þriðja vaktin er til og Jóhannes Haukur gengur hana Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 10:14 Jóhannes Haukur Jóhannesson stórleikari. Ef marka má skilaboðasendingar milli hans og eiginkonunnar Rósu, þá er 3. vaktin til en það er Jóhannes sem gengur hana. vísir/vilhelm Jóhannes Haukur Jóhannsson stórleikari, eiginmaður og faðir segir þriðju vaktina svokölluðu vissulega til og en það sé hann sem gangi þá vakt. Mikið hefur verið skrafað um þriðju vaktina svokölluðu en hjónin, sálfræðingurinn Hulda Tölgyes og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, hafa ritað bók um hana og vonast til að selja þá hana í stórum stíl. Hugtakið þriðja vaktin gengur út á að konur gangi þessa þriðju vakt, þær séu undir miklu álagi vegna hennar. En á móti eru svo ýmsir sem hafna þessu hugtaki. Segja það teygjanlegt og loðið og samkomulagsatriði sé hvernig skipulagi hvers heimilis um sig sé háttað. Nú hefur Jóhannes Haukur stigið fram og hann hefur fyrir sína parta kveðið uppúr um að þessi þriðja vakt sé til. „En það er ÉG SEM ER Á HENNI! Alla daga.“ En það er ekki svo að Jóhannes Haukur sé að kvarta undan, hann er bara að benda á þetta. „En svo það sé tekið fram, þá munar mig ekkert um það. Allt fyrir hana Rósu mína.“ Og máli sínu til sönnunar birtir hann skilaboð í stórum stíl frá Rósu Björk Sveinsdóttur eiginkonu sinni þar sem hann er spurður um allt milli himins og jarðar. Og Jóhannes Haukur er með svörin á reiðum höndum. Hér eru nokkur dæmi: „Rósa: Veistu um bólusetningarskírteinið hennar Ólafar? Jóhannes Haukur: Já, ég held það. Ég held að það sé í skápnum þar sem rafmagnstaflan er í búrinu. Ef ekki þar, þá uppi í litla skápnum sem er inní stærri skápnum í búrinu. Þar sem allskonar drasl er. Ryksugupokar, saumavélin og svo framvegis.“ … „Rósa: Heyrðu hvað kostar tíminn hjá Hilmari? Jóhannes Haukur: 14þ.“ … „Rósa: Eigum við Covid próf? Jóhannes Haukur: Já. Í hillunni niðri. Alveg svona pro dæmi.“ … „Rósa: Hvenær koma frakkarnir? Jóhannes Haukur: Vikunni fyrir páskavikuna. Koma 24. mars.“ … Rósa: Hvar eru sundfötin hennar Mrgrétar?“ Jóhannes Haukur: Í Krúsernum. (Og hjartamerki með.)“ … „Rósa: Heyrðu eru fimleikarnir búnir klukkan 12? Jóhannes Haukur: Já.“ Og þannig ganga samskiptin fyrir sig á því heimilinu. Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Mikið hefur verið skrafað um þriðju vaktina svokölluðu en hjónin, sálfræðingurinn Hulda Tölgyes og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, hafa ritað bók um hana og vonast til að selja þá hana í stórum stíl. Hugtakið þriðja vaktin gengur út á að konur gangi þessa þriðju vakt, þær séu undir miklu álagi vegna hennar. En á móti eru svo ýmsir sem hafna þessu hugtaki. Segja það teygjanlegt og loðið og samkomulagsatriði sé hvernig skipulagi hvers heimilis um sig sé háttað. Nú hefur Jóhannes Haukur stigið fram og hann hefur fyrir sína parta kveðið uppúr um að þessi þriðja vakt sé til. „En það er ÉG SEM ER Á HENNI! Alla daga.“ En það er ekki svo að Jóhannes Haukur sé að kvarta undan, hann er bara að benda á þetta. „En svo það sé tekið fram, þá munar mig ekkert um það. Allt fyrir hana Rósu mína.“ Og máli sínu til sönnunar birtir hann skilaboð í stórum stíl frá Rósu Björk Sveinsdóttur eiginkonu sinni þar sem hann er spurður um allt milli himins og jarðar. Og Jóhannes Haukur er með svörin á reiðum höndum. Hér eru nokkur dæmi: „Rósa: Veistu um bólusetningarskírteinið hennar Ólafar? Jóhannes Haukur: Já, ég held það. Ég held að það sé í skápnum þar sem rafmagnstaflan er í búrinu. Ef ekki þar, þá uppi í litla skápnum sem er inní stærri skápnum í búrinu. Þar sem allskonar drasl er. Ryksugupokar, saumavélin og svo framvegis.“ … „Rósa: Heyrðu hvað kostar tíminn hjá Hilmari? Jóhannes Haukur: 14þ.“ … „Rósa: Eigum við Covid próf? Jóhannes Haukur: Já. Í hillunni niðri. Alveg svona pro dæmi.“ … „Rósa: Hvenær koma frakkarnir? Jóhannes Haukur: Vikunni fyrir páskavikuna. Koma 24. mars.“ … Rósa: Hvar eru sundfötin hennar Mrgrétar?“ Jóhannes Haukur: Í Krúsernum. (Og hjartamerki með.)“ … „Rósa: Heyrðu eru fimleikarnir búnir klukkan 12? Jóhannes Haukur: Já.“ Og þannig ganga samskiptin fyrir sig á því heimilinu.
Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira