Innlent

Ólafur Helgi metinn hæfastur

Atli Ísleifsson skrifar
Dómsmálaráðuneytið auglýsti nýverið að tvær dómarastöður við Héraðsdóm Reykjavíkur væru lausar til umsóknar.
Dómsmálaráðuneytið auglýsti nýverið að tvær dómarastöður við Héraðsdóm Reykjavíkur væru lausar til umsóknar. Vísir/Vilhelm

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti.

Hinn 1. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar tvö embætti dómara með fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Níu umsóknir bárust um þessi tvö embætti.

Í vef ráðuneytisins segir að það sé niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. Hann starfar nú sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns.

„Næst honum komi Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir og verði ekki gert upp á milli þeirra þriggja.

Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×