Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um á ástandið á Reykjanesi og stöðuna í Grindavík. 

Við heyrum í Víði Reynissyni hjá Almannavörnum um stöðuna og hættumatið fyrir svæðið eins og það lítur út í dag. Þá ræðum við einnig við Kristínu Jónsdóttur hjá Veðurstofunni um þróunina undanfarið.

Einnig verðum við í Grindavík en starfsmenn fyrirtækja í bænum fengu að fara inn í þau í morgun og í hádeginu fá þeir íbúar sem ekki komust í gær að vitja um eigur sínar.

Einnig verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ástandið en Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem gerir það kleift að ráðast strax í byggingu varnargarða í kringum Svartsengi. 

Í íþróttunum verður rætt við pílukastara frá Grindavík en hópur úr bænum keppir í kvöld. Einnig tökum við stöðuna á undirbúningi landsliðs karla í fótbolta fyrir leikinn gegn Slóvakíu á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×