Sex þúsund „skátar“, sextíu starfsmenn og blóðið rennur Sveinn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 12:01 Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Heilbrigðismál Landsbankinn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun