Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 13:15 Páll Árni Pétursson Vísir Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. „Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli. Pílukast Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli.
Pílukast Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira