Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 14:28 Grindvíkingar geta séð körfuboltaliðin sín í Smáranum á laugardaginn. vísir/hulda margrét Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38