Tónlist

„Góð hug­mynd verður að gulli í höndum Þor­móðs“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kristmundur Axel gaf út lagið Sólin ásamt Herra Hnetusmjöri í október. Lagið situr í 7. sæti á Íslenska listanum á FM.
Kristmundur Axel gaf út lagið Sólin ásamt Herra Hnetusmjöri í október. Lagið situr í 7. sæti á Íslenska listanum á FM. Aðsend

Kristmundur Axel og Árni Páll, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, ákváðu að sameina krafta sína og senda frá sér lagið Sólin. Lagið situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM957. 

Hér má heyra lagið:

Klippa: Kristmundur Axel ft. Herra Hnetusmjör - Sólin

Kristmundur Axel segir það mikinn heiður að fá Árna Pál á lag með sér. Þá hafi samvinnan við Þormóð, sem pródúserar lagið, verið frábær.

„Lagið Sólin varð til hjá mér og Þormóði í einu stúdíó sessioni. Ég hafði verið að elta þetta sound og mig langaði mikið að gera svona lag. Góð hugmynd verður síðan að gulli þegar það er í höndunum á Þormóði.“

Hér má heyra lagið á streymisveitunni Spotify.

„Síðan bara kom þetta allt af sjálfu sér. Góðar víbrur. Við Árni vorum síðan saman í Slóvakíu í september. Ég sýndi honum þetta lag og við tókum ákvörðun um að gera þetta saman. Það er mikill heiður fyrir mig að fá Árna á þetta lag á þessum tímapunkti á mínum ferli,“ segir Kristmundur Axel.

​​„Þegar að við Kristmundur vorum saman úti spilaði hann lagið fyrir mig úr símanum sínum. Mér fannst það bara svo geðveikt að ég bara varð að fá að vera með á því,“ segir Árni Páll í kjölfarið.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.