Þeir sem eiga að læra íslensku Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 „Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Spánn Innflytjendamál Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
„Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun