Viðskipti innlent

Smass og Stél lokað en 2Guys og Just Wingin' It koma í staðinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Smass var fyrst opnaður á Ægissíðu árið 2020.
Smass var fyrst opnaður á Ægissíðu árið 2020. Smass

Veitingastöðunum Smass og Stél hefur verið lokað. Um var að ræða þrjá staði; í Vesturbænum í Reykjavík, á Fitjum í Reykjanesbæ og í Háholti í Mosfellsbæ.

Frá þessu greinir DV, sem fékk fréttirnar staðfestar hjá Guðmundi Óskari Pálssyni framkvæmdastjóra.

Staðirnir hafa verið seldir og opnar 2Guys á Ægissíðunni og Just Wingin' It í Reykjanesbæ.

Smass var fyrst opnaður á Ægissíðu og rekinn samhliða veitingastaðnum Chido, þar sem boðið var upp á mexíkóskan mat. 

„Við hjá Chido fengum í lið með okkur einn sem veit allt um borgara, Óskar Kristjánsson en saman höfum við Óskar komið að rekstri tuga hamborgarastaða í Danmörku. Við höfðum lengi talað um það að langa að opna á Íslandi hamborgarastað en langað að gera eitthvað öðruvísi en við höfðum verið að gera,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi á sínum tíma.

„Úr varð að við ákváðum að prófa okkur áfram og búa til alvöru „smash“ borgara en þá er kjötið sett í kúlu og smassað alveg niður á pönnuna. Það að fletja kjötið svona út á funheita pönnuna karmeliserar kjötið og hámarkar umami bragðið í borgaranum.“


Tengdar fréttir

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu

Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×