Frá þessu greinir DV, sem fékk fréttirnar staðfestar hjá Guðmundi Óskari Pálssyni framkvæmdastjóra.
Staðirnir hafa verið seldir og opnar 2Guys á Ægissíðunni og Just Wingin' It í Reykjanesbæ.
Smass var fyrst opnaður á Ægissíðu og rekinn samhliða veitingastaðnum Chido, þar sem boðið var upp á mexíkóskan mat.
„Við hjá Chido fengum í lið með okkur einn sem veit allt um borgara, Óskar Kristjánsson en saman höfum við Óskar komið að rekstri tuga hamborgarastaða í Danmörku. Við höfðum lengi talað um það að langa að opna á Íslandi hamborgarastað en langað að gera eitthvað öðruvísi en við höfðum verið að gera,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi á sínum tíma.
„Úr varð að við ákváðum að prófa okkur áfram og búa til alvöru „smash“ borgara en þá er kjötið sett í kúlu og smassað alveg niður á pönnuna. Það að fletja kjötið svona út á funheita pönnuna karmeliserar kjötið og hámarkar umami bragðið í borgaranum.“