Aðförin að íslenskri skák Bragi Þorfinnsson skrifar 16. nóvember 2023 12:01 Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli. Nú um daginn sigraði íslenska skáklandsliðið, landslið Noregs á Evrópumótinu í skák, með sterkasta skákmann heims, sjálfan Magnus Carlsen, í broddi fylkingar. Til þessa hafa íslensk stjórnvöld sýnt skákinni velvilja og stuðning, réttilega skilið mikilvægt hlutverk hennar í menningu okkar og sögu. Það hafa þau m.a. gert, með lögum um launasjóð stórmeistara, frá árinu 1991, sem að hafa stutt við íslenska stórmeistara og gert þeim kleift að vera samkeppnishæfir, í þessari merku hugaríþrótt. Launin hafa líka gert þeim kleift að sinna rannsóknum á skák og þjálfa upp efnilega skákmenn. Þar hafa þeir unnið sannkallað brautryðjendastarf á síðustu árum. Okkur bar gæfa til að búa til kerfi, sem hefur viðhaldið styrk okkar sem skákþjóðar, þar sem stórmeistarar sjá um að miðla þekkingu sinni til yngri iðkenda. Það er líka mikilvægt að börn eigi sér fjölbreyttar fyrirmyndir, og þar gegna stórmeistarar mikilvægu hlutverki. Við erum skákþjóð með ríka skákhefð. En nú eru blikur á lofti. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir áformum um fella á brott lögin um launasjóð stórmeistara, með yfirvofandi bakslagi fyrir íslenska skák. Rökstuðningurinn fyrir tillögunni , er lítill sem enginn, talað er um skort á árangri án þess þó að umtalaður árangur sé skilgreindur af ráðuneytinu sjálfu. Ísland státar af einum mesta fjölda stórmeistara í heiminum, miðað við höfðatölu, og það er engin tilviljun heldur staðfesting á árangri. Við eigum auk þess heimsmeistaratitla í hinum ýmsu aldursflokkum og meira að segja Ólympíumeistaratitil. Við eigum sumsé skákmenn sem hafa borið hróður okkar víða. Erlendir skákmenn sækjast líka eftir því að koma og tefla í Reykjavík, vita að hér hefur skákin alltaf verið í hávegum höfð. Í öllu þessu samhengi skiptir atvinnumannakerfið höfuðmáli, sem gulrót og stuðningur fyrir unga skákmenn sem hafa metnað til að stefna hátt í greininni. Einnig skauta tillögur ráðuneytisins framhjá öllum öðrum mikilvægum störfum sem stórmeistarar sinna, s.s. þjálfun og kennslu ungmenna. Tillagan virðist leggja upp með að Skáksamband Íslands fái þessa fjármuni og sjái um að útdeila þeim. Mín trú er þó sú, að einstaklingurinn sem nær því afreki að ná stórmeistaratitli, sé betur að því að kominn að fá fjármunina í eigin hendur, frekar en að misvandaðir menn geti dreift þeim eftir eigin geðþótta, í misjöfn verkefni. Á meðan eru önnur lönd í kringum okkur að sjá tækifærin og möguleikana í skákinni. Menn eru að sjá, að á rótlausum tímum, þar sem athygli okkar er sífellt tvístrað, þá er skákin eins og vin í eyðimörkinni. Hún er öflugt tæki til að þroska einstaklinginn, rækta hjá honum þolinmæði og aga. Kenna honum á sjálfan sig. Breska ríkisstjórnin var nýverið að fjárfesta 500.000 pundum í að auka veg skákarinnar og styðja við sterkustu skákmenn sína. Með fyrirhuguðum áformum ætlum við hinsvegar að fara í þveröfuga átt , skerða afkomumöguleika íslenskra stórmeistara, óska ekki eftir framlagi þeirra lengur og leggja upp í algjöra óvissuferð með framtíð íslenskrar skákar. Frestur til að segja álit sitt á þessum áformum stjórnvalda í s.k. samráðsgátt rennur út á miðnætti föstudaginn 17. nóvember. Ég þykist vita að skákin eigi marga velunnara úti í samfélaginu, sem skilja hvað er í húfi, og ég hvet þá til að segja sína skoðun á þessum málum á þeim vettvangi. Nú þarf samtal og samvinna að eiga sér stað , sem endar vonandi með því að staðið verður vörð um launasjóð íslenskra stórmeistara í skák. Höfundur er stórmeistari og áhugamaður um afreksmál í íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli. Nú um daginn sigraði íslenska skáklandsliðið, landslið Noregs á Evrópumótinu í skák, með sterkasta skákmann heims, sjálfan Magnus Carlsen, í broddi fylkingar. Til þessa hafa íslensk stjórnvöld sýnt skákinni velvilja og stuðning, réttilega skilið mikilvægt hlutverk hennar í menningu okkar og sögu. Það hafa þau m.a. gert, með lögum um launasjóð stórmeistara, frá árinu 1991, sem að hafa stutt við íslenska stórmeistara og gert þeim kleift að vera samkeppnishæfir, í þessari merku hugaríþrótt. Launin hafa líka gert þeim kleift að sinna rannsóknum á skák og þjálfa upp efnilega skákmenn. Þar hafa þeir unnið sannkallað brautryðjendastarf á síðustu árum. Okkur bar gæfa til að búa til kerfi, sem hefur viðhaldið styrk okkar sem skákþjóðar, þar sem stórmeistarar sjá um að miðla þekkingu sinni til yngri iðkenda. Það er líka mikilvægt að börn eigi sér fjölbreyttar fyrirmyndir, og þar gegna stórmeistarar mikilvægu hlutverki. Við erum skákþjóð með ríka skákhefð. En nú eru blikur á lofti. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir áformum um fella á brott lögin um launasjóð stórmeistara, með yfirvofandi bakslagi fyrir íslenska skák. Rökstuðningurinn fyrir tillögunni , er lítill sem enginn, talað er um skort á árangri án þess þó að umtalaður árangur sé skilgreindur af ráðuneytinu sjálfu. Ísland státar af einum mesta fjölda stórmeistara í heiminum, miðað við höfðatölu, og það er engin tilviljun heldur staðfesting á árangri. Við eigum auk þess heimsmeistaratitla í hinum ýmsu aldursflokkum og meira að segja Ólympíumeistaratitil. Við eigum sumsé skákmenn sem hafa borið hróður okkar víða. Erlendir skákmenn sækjast líka eftir því að koma og tefla í Reykjavík, vita að hér hefur skákin alltaf verið í hávegum höfð. Í öllu þessu samhengi skiptir atvinnumannakerfið höfuðmáli, sem gulrót og stuðningur fyrir unga skákmenn sem hafa metnað til að stefna hátt í greininni. Einnig skauta tillögur ráðuneytisins framhjá öllum öðrum mikilvægum störfum sem stórmeistarar sinna, s.s. þjálfun og kennslu ungmenna. Tillagan virðist leggja upp með að Skáksamband Íslands fái þessa fjármuni og sjái um að útdeila þeim. Mín trú er þó sú, að einstaklingurinn sem nær því afreki að ná stórmeistaratitli, sé betur að því að kominn að fá fjármunina í eigin hendur, frekar en að misvandaðir menn geti dreift þeim eftir eigin geðþótta, í misjöfn verkefni. Á meðan eru önnur lönd í kringum okkur að sjá tækifærin og möguleikana í skákinni. Menn eru að sjá, að á rótlausum tímum, þar sem athygli okkar er sífellt tvístrað, þá er skákin eins og vin í eyðimörkinni. Hún er öflugt tæki til að þroska einstaklinginn, rækta hjá honum þolinmæði og aga. Kenna honum á sjálfan sig. Breska ríkisstjórnin var nýverið að fjárfesta 500.000 pundum í að auka veg skákarinnar og styðja við sterkustu skákmenn sína. Með fyrirhuguðum áformum ætlum við hinsvegar að fara í þveröfuga átt , skerða afkomumöguleika íslenskra stórmeistara, óska ekki eftir framlagi þeirra lengur og leggja upp í algjöra óvissuferð með framtíð íslenskrar skákar. Frestur til að segja álit sitt á þessum áformum stjórnvalda í s.k. samráðsgátt rennur út á miðnætti föstudaginn 17. nóvember. Ég þykist vita að skákin eigi marga velunnara úti í samfélaginu, sem skilja hvað er í húfi, og ég hvet þá til að segja sína skoðun á þessum málum á þeim vettvangi. Nú þarf samtal og samvinna að eiga sér stað , sem endar vonandi með því að staðið verður vörð um launasjóð íslenskra stórmeistara í skák. Höfundur er stórmeistari og áhugamaður um afreksmál í íþróttum.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar