Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:11 Breiðafjarðarferjan Baldur í reynslusiglingu á Hafnarfirði fyrir helgi. Ívar Fannar Arnarsson Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér: Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér:
Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15