Það sem öll vopn risaveldisins fá ekki breytt Ingólfur Steinsson skrifar 16. nóvember 2023 15:32 Þjóðarmorðið heldur áfram. Her Ísraels er kominn inn á Gaza og búinn að drepa þar yfir 11 þúsund manns, þar af á fimmta þúsund börn á rúmum mánuði fyrir utan þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Mér skilst að þetta sé einhvers konar met í manndrápum. Reyndar eiga þeir líka met í eyðileggingu húsa ef miðað er við tíma. Sýnist þeir leggi nú mesta áherslu á að murka lífið úr hópi fyrirbura á stærsta sjúkrahúsi svæðisins sem ku vera að breytast í grafreit eins og reyndar flestir aðrir staðir þar um slóðir. Stjórnvöld hins vestræna heims þegja yfirleitt þunnu hljóði og fara með gamlar þulur um rétt Ísraels til að verja sig, sum láta stríðglæpina sér vel líka. Vopnaframleiðendur kætast mjög. Hjá þeim eru uppgrip. Zíonistar segja markmið sitt vera að uppræta Hamas og að vopnahlé sé ekki í boði fyrr en ísraelsku gíslunum hafi verið sleppt. Hamas segir á hinn bóginn að þeir muni ekki sleppa gíslunum fyrr en árásum á Gaza verði hætt. Þarna er augljós þversögn á ferð sem erfitt verður að leysa úr. Spurning hversu mörg börn þurfi að drepa til þess að það gerist. Stríðsglæpirnir Ísraelski herinn hefur stundað þjóðernishreinsanir, hóprefsingar, ólöglega fólksflutninga, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, allt á þessum tíma sem hefndin hefur staðið yfir og sumt miklu lengur. Þetta hlýtur að vera met í stríðsglæpum. Allt er það í boði Bandaríkjanna og margra stjórnvalda hins vestræna heims, ekki alls almennings, nota bene. Hamas eru kallaðir öllum illum nöfnum. Víst voru aðgerðir þeirra 7. október svakalegar og ekki skal ég mæla þeim bót. En hernám Ísraels á Gaza og Vesturbakkanum hefur nú staðið frá 1967 og ekkert virtist benda til þess að nokkrar breytingar væru þar í vændum. Þessu fólki hefur verið haldið við sívaxandi kúgun í rúm 56 ár að maður tali ekki um hörmungarnar 1948, Al naqba. Þannig er hann nokkuð langur aðdragandinn að árásinni þegar hernaðararmur Hamas, Al-Qassam sveitirnar, komu Ísrael gjörsamlega á óvart, tóku þá í bólinu ef svo má segja. Eftirlitið Það þarf alveg sérstakt hugmyndaflug til að átta sig á kúgun Ísraelsmanna á því palestínska fólki. Gazaströndin er alveg lokuð af, fangelsi undir berum himni, rammað inn af hafi, Egyptalandi og Ísrael. Þeir síðastnefndu ráða öllu um það hvað fer inn og út úr þessu fangelsi, hvort sem talað er um fólk, vatn, rafmagn, eldsneyti, neysluvöru eða aðra vöru. Og þeir hafa fyrir löngu lokað fyrir þetta allt. Á Vesturbakkanum er kúgunin aðeins öðru vísi. Palestínumenn hafa að nafninu til stjórn á hluta hans. En auðvitað stjórna zíonistar þar öllu. Þar hefst hin svokallaða heimastjórn við í borginni Ramallah sem kölluð er höfuðborg Palestínu. Sem er í rauninni ekki til því Ísrael hefur fyrir löngu gleypt mestallt það landasvæði sem átti að vera Palestína. Eftirlitið á hernámssvæðunum er þannig að allir þurfa að fara í gegnum eftirlitshlið með vissu millibili til að komast leiðar sinnar. Þar er allt liðið myndað í bak og fyrir og augnskönnum beitt þannig að zíonistar vita í rauninni allt um alla Palestínumenn. Þeir þekkja hverja einustu manneskju jafnvel áður en hún kemur að hliðinu! Fólkið má ekki einu sinni nota sömu vegi og herraþjóðin. Að þetta fólk hafi lifað þarna í sátt og samlyndi eru meiri öfugmæli en orð fá lýst. Landránið Landtökumennirnir eru sér kapítuli. Þeir hafa hreiðrað um sig víðs vegar um Vesturbakkann, sem átti víst að vera landsvæði Palestínu. Ýmist eru það heil byggðarlög, varin af hernum eða að þeir hafa sest að á hæðum, yfirleitt vel vopnaðir. Og undanfarið hafa þeir fengið sérstakar vopnagjafir frá ríkisstjórninni. Já, Ísraelar þurfa að geta varið sig! Þeir eru hin guðs útvalda þjóð á meðan Palestínumenn eru annars flokks fólk, untermensch, eins og þeir segja. Kannast e-r við orðalagið? 7. október Það var gegn þessari kúgun allri sem árás Al-Qassam beindist. Víst var hún öfgakennd þó að tvennum sögum fari af því sem gerðist. En þetta voru viðbrögð við skefjalausri kúgun gegnum áratugina og gegn tilraun Ísraels til að vingast við önnur múslimaríki sem hefur staðið alllengi. Eflaust fóru árásarmenn yfir strikið, gengu hreinlega af göflunum segja margir. En árásin gerðist ekki í tómarúmi eins og bent hefur verið á. Vil ég þó engan veginn réttlæta það sem gerðist þann dag eða morð á almennum borgurum yfirleitt, ég hef aðeins verið að benda á forsöguna. Og auðvitað á að frelsa alla gísla, það eiga Ísraelsmenn líka að gera, gefa hundruðum fangelsaðra Palestínumanna frelsi. Ísraelar fóru með herinn og landtökubyggðir sínar frá Gaza 2005. En Gaza varð ekki frjáls staður við það heldur var hann áfram undir algeru eftirliti Ísraels. Hamas vann kosningarnar sem haldnar voru eftir 2005 og hafa stjórnað þar síðan eftir því sem hægt er að stjórna svæði sem ræður ekki sínum málum. Því það gerir Gaza ekki, ekki frekar en Vesturbakkinn. Zionistar ráða þar öllu, hafa augnskann af hverri einustu manneskju sem þeir vilja. Vita allt um alla. Það hefur kannski verið svar frelsisbaráttu Gazabúa, að grafa sig niður. Eina leiðin til að komast undan skönnunum og eftirlitinu. Hefndin Og svar zíonista við árás Al-Qassam hefur verið að sprengja Gazasvæðið í tætlur. Þeir hafa oft ráðist á Gaza, sem hefur engan her, en aldrei sem nú. Hafa sprengt allt sem fyrir þeim verður, skóla, kirkjur, moskur, spítala, flóttamannabúðir, sjúkrabíla, fréttamenn, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna. Á annan mánuð hafa þeir látið sprengjum risaveldisins rigna yfir fólkið. Við getum ekki ímyndað okkur þann dauða og þá eyðileggingu sem hefur fylgt. Nýlega hafa árásir þeirra einkum beinst að Al Shifa sjúkrahúsinu, sjúklingum, flóttafólki og fyrirburum þar á bæ. Og alltaf er réttlætingin sú sama: Hamas var þarna í nágrenninu, undir skólanum, spítalanum, kirkjunni. En þeir hafa aldrei sannað neitt og þó þeir gerðu það gæfi það þeim ekki leyfi til að sprengja spítala! Það gefur þeim ekki skotleyfi á almenning eða nýfædd börn. En þeir líta Palestínumenn sömu augum og gömlu kvalararnir litu þá sjálfa fyrir 80-90 árum. Þetta er óæðra fólk, untermensch! Nú eru Palestínumenn ofsóttir af zíonistum á svipaðan hátt og gyðingar voru ofsóttir af nazistum. Svona er staðan orðin. Það skal tekið fram að þetta á ekki við um alla gyðinga, heldur þá öfgamenn, zíonista sem nú stjórna Ísrael. Margir gyðingar eru mjög á móti þessu en þora sig lítt að hræra fyrir öfgunum sem vaða nú yfir allt og refsa öllum sem gagnrýna ástandið. Bíbí svaf á verðinum og nú eru dagar hefndarinnar runnir upp. Vei þeim sem reynir að mótmæla. Það sem öll vopn risaveldisins fá ekki breytt Hvað er þá hægt að gera? Hænufet er það að íslensk stjórnvöld skuli hafa komið sér saman um að krefjast vopnahlés. Ekki að zíonistar taki mikið mark á því en það sendir ákveðin skilaboð eins og nýjasta samþykkt Öryggisráðsins. En þeir hlýða ekki einu sinni Bandaríkjamönnum sem þó halda þeim uppi með milljörðum dollara á ári og endalausum hergögnum. Biden er skjálfandi á beinunum af hræðslu um fylgið í kosningunum á næsta ári. Þekktur er styrkur gyðinga þegar kemur að kosningum þar vestra og víst væri það ömurleg sending að fá Trump aftur í það valdamikla embætti. En hvernig væri að hætta að líma sig við Bíbí og hans stríðsglæpadeild? Bandaríkin þurfa að setja stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hættið þið að fremja ykkar stríðsglæpi eða við drögum úr okkar stuðningi! Þetta er það eina sem Ísrael skilur. Og fylgja eftir kröfunni um endalok hernámsins og sjálfstæða Palestínu, kröfu fólksins á götunni, almennings. Frelsisbarátta fólksins verður ekki þögguð niður með vopnavaldi. Svo mikið höfum við lært þó að fasistar skelli skollaeyrunum. Þarna verður enginn friður fyrr en frelsi hefur náðst fyrir Palestínumenn. Því fá öll vopn risaveldisins ekki breytt. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ingólfur Steinsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðarmorðið heldur áfram. Her Ísraels er kominn inn á Gaza og búinn að drepa þar yfir 11 þúsund manns, þar af á fimmta þúsund börn á rúmum mánuði fyrir utan þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Mér skilst að þetta sé einhvers konar met í manndrápum. Reyndar eiga þeir líka met í eyðileggingu húsa ef miðað er við tíma. Sýnist þeir leggi nú mesta áherslu á að murka lífið úr hópi fyrirbura á stærsta sjúkrahúsi svæðisins sem ku vera að breytast í grafreit eins og reyndar flestir aðrir staðir þar um slóðir. Stjórnvöld hins vestræna heims þegja yfirleitt þunnu hljóði og fara með gamlar þulur um rétt Ísraels til að verja sig, sum láta stríðglæpina sér vel líka. Vopnaframleiðendur kætast mjög. Hjá þeim eru uppgrip. Zíonistar segja markmið sitt vera að uppræta Hamas og að vopnahlé sé ekki í boði fyrr en ísraelsku gíslunum hafi verið sleppt. Hamas segir á hinn bóginn að þeir muni ekki sleppa gíslunum fyrr en árásum á Gaza verði hætt. Þarna er augljós þversögn á ferð sem erfitt verður að leysa úr. Spurning hversu mörg börn þurfi að drepa til þess að það gerist. Stríðsglæpirnir Ísraelski herinn hefur stundað þjóðernishreinsanir, hóprefsingar, ólöglega fólksflutninga, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, allt á þessum tíma sem hefndin hefur staðið yfir og sumt miklu lengur. Þetta hlýtur að vera met í stríðsglæpum. Allt er það í boði Bandaríkjanna og margra stjórnvalda hins vestræna heims, ekki alls almennings, nota bene. Hamas eru kallaðir öllum illum nöfnum. Víst voru aðgerðir þeirra 7. október svakalegar og ekki skal ég mæla þeim bót. En hernám Ísraels á Gaza og Vesturbakkanum hefur nú staðið frá 1967 og ekkert virtist benda til þess að nokkrar breytingar væru þar í vændum. Þessu fólki hefur verið haldið við sívaxandi kúgun í rúm 56 ár að maður tali ekki um hörmungarnar 1948, Al naqba. Þannig er hann nokkuð langur aðdragandinn að árásinni þegar hernaðararmur Hamas, Al-Qassam sveitirnar, komu Ísrael gjörsamlega á óvart, tóku þá í bólinu ef svo má segja. Eftirlitið Það þarf alveg sérstakt hugmyndaflug til að átta sig á kúgun Ísraelsmanna á því palestínska fólki. Gazaströndin er alveg lokuð af, fangelsi undir berum himni, rammað inn af hafi, Egyptalandi og Ísrael. Þeir síðastnefndu ráða öllu um það hvað fer inn og út úr þessu fangelsi, hvort sem talað er um fólk, vatn, rafmagn, eldsneyti, neysluvöru eða aðra vöru. Og þeir hafa fyrir löngu lokað fyrir þetta allt. Á Vesturbakkanum er kúgunin aðeins öðru vísi. Palestínumenn hafa að nafninu til stjórn á hluta hans. En auðvitað stjórna zíonistar þar öllu. Þar hefst hin svokallaða heimastjórn við í borginni Ramallah sem kölluð er höfuðborg Palestínu. Sem er í rauninni ekki til því Ísrael hefur fyrir löngu gleypt mestallt það landasvæði sem átti að vera Palestína. Eftirlitið á hernámssvæðunum er þannig að allir þurfa að fara í gegnum eftirlitshlið með vissu millibili til að komast leiðar sinnar. Þar er allt liðið myndað í bak og fyrir og augnskönnum beitt þannig að zíonistar vita í rauninni allt um alla Palestínumenn. Þeir þekkja hverja einustu manneskju jafnvel áður en hún kemur að hliðinu! Fólkið má ekki einu sinni nota sömu vegi og herraþjóðin. Að þetta fólk hafi lifað þarna í sátt og samlyndi eru meiri öfugmæli en orð fá lýst. Landránið Landtökumennirnir eru sér kapítuli. Þeir hafa hreiðrað um sig víðs vegar um Vesturbakkann, sem átti víst að vera landsvæði Palestínu. Ýmist eru það heil byggðarlög, varin af hernum eða að þeir hafa sest að á hæðum, yfirleitt vel vopnaðir. Og undanfarið hafa þeir fengið sérstakar vopnagjafir frá ríkisstjórninni. Já, Ísraelar þurfa að geta varið sig! Þeir eru hin guðs útvalda þjóð á meðan Palestínumenn eru annars flokks fólk, untermensch, eins og þeir segja. Kannast e-r við orðalagið? 7. október Það var gegn þessari kúgun allri sem árás Al-Qassam beindist. Víst var hún öfgakennd þó að tvennum sögum fari af því sem gerðist. En þetta voru viðbrögð við skefjalausri kúgun gegnum áratugina og gegn tilraun Ísraels til að vingast við önnur múslimaríki sem hefur staðið alllengi. Eflaust fóru árásarmenn yfir strikið, gengu hreinlega af göflunum segja margir. En árásin gerðist ekki í tómarúmi eins og bent hefur verið á. Vil ég þó engan veginn réttlæta það sem gerðist þann dag eða morð á almennum borgurum yfirleitt, ég hef aðeins verið að benda á forsöguna. Og auðvitað á að frelsa alla gísla, það eiga Ísraelsmenn líka að gera, gefa hundruðum fangelsaðra Palestínumanna frelsi. Ísraelar fóru með herinn og landtökubyggðir sínar frá Gaza 2005. En Gaza varð ekki frjáls staður við það heldur var hann áfram undir algeru eftirliti Ísraels. Hamas vann kosningarnar sem haldnar voru eftir 2005 og hafa stjórnað þar síðan eftir því sem hægt er að stjórna svæði sem ræður ekki sínum málum. Því það gerir Gaza ekki, ekki frekar en Vesturbakkinn. Zionistar ráða þar öllu, hafa augnskann af hverri einustu manneskju sem þeir vilja. Vita allt um alla. Það hefur kannski verið svar frelsisbaráttu Gazabúa, að grafa sig niður. Eina leiðin til að komast undan skönnunum og eftirlitinu. Hefndin Og svar zíonista við árás Al-Qassam hefur verið að sprengja Gazasvæðið í tætlur. Þeir hafa oft ráðist á Gaza, sem hefur engan her, en aldrei sem nú. Hafa sprengt allt sem fyrir þeim verður, skóla, kirkjur, moskur, spítala, flóttamannabúðir, sjúkrabíla, fréttamenn, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna. Á annan mánuð hafa þeir látið sprengjum risaveldisins rigna yfir fólkið. Við getum ekki ímyndað okkur þann dauða og þá eyðileggingu sem hefur fylgt. Nýlega hafa árásir þeirra einkum beinst að Al Shifa sjúkrahúsinu, sjúklingum, flóttafólki og fyrirburum þar á bæ. Og alltaf er réttlætingin sú sama: Hamas var þarna í nágrenninu, undir skólanum, spítalanum, kirkjunni. En þeir hafa aldrei sannað neitt og þó þeir gerðu það gæfi það þeim ekki leyfi til að sprengja spítala! Það gefur þeim ekki skotleyfi á almenning eða nýfædd börn. En þeir líta Palestínumenn sömu augum og gömlu kvalararnir litu þá sjálfa fyrir 80-90 árum. Þetta er óæðra fólk, untermensch! Nú eru Palestínumenn ofsóttir af zíonistum á svipaðan hátt og gyðingar voru ofsóttir af nazistum. Svona er staðan orðin. Það skal tekið fram að þetta á ekki við um alla gyðinga, heldur þá öfgamenn, zíonista sem nú stjórna Ísrael. Margir gyðingar eru mjög á móti þessu en þora sig lítt að hræra fyrir öfgunum sem vaða nú yfir allt og refsa öllum sem gagnrýna ástandið. Bíbí svaf á verðinum og nú eru dagar hefndarinnar runnir upp. Vei þeim sem reynir að mótmæla. Það sem öll vopn risaveldisins fá ekki breytt Hvað er þá hægt að gera? Hænufet er það að íslensk stjórnvöld skuli hafa komið sér saman um að krefjast vopnahlés. Ekki að zíonistar taki mikið mark á því en það sendir ákveðin skilaboð eins og nýjasta samþykkt Öryggisráðsins. En þeir hlýða ekki einu sinni Bandaríkjamönnum sem þó halda þeim uppi með milljörðum dollara á ári og endalausum hergögnum. Biden er skjálfandi á beinunum af hræðslu um fylgið í kosningunum á næsta ári. Þekktur er styrkur gyðinga þegar kemur að kosningum þar vestra og víst væri það ömurleg sending að fá Trump aftur í það valdamikla embætti. En hvernig væri að hætta að líma sig við Bíbí og hans stríðsglæpadeild? Bandaríkin þurfa að setja stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hættið þið að fremja ykkar stríðsglæpi eða við drögum úr okkar stuðningi! Þetta er það eina sem Ísrael skilur. Og fylgja eftir kröfunni um endalok hernámsins og sjálfstæða Palestínu, kröfu fólksins á götunni, almennings. Frelsisbarátta fólksins verður ekki þögguð niður með vopnavaldi. Svo mikið höfum við lært þó að fasistar skelli skollaeyrunum. Þarna verður enginn friður fyrr en frelsi hefur náðst fyrir Palestínumenn. Því fá öll vopn risaveldisins ekki breytt. Höfundur er tónlistarmaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun