Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:16 Sigríður Hrund segir að fólk þurfi að breyta skoðun sinni á hugmyndinni um þjáninguna. aðsend Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira