Á vef Veðurstofunnar segir að það verði bjart veður á norðanverðu landinu, en sums staðar lítilsháttar væta sunnantil og á Austfjörðum.
„Dálítil rigning með köflum í dag, en þurrt að kalla á Norður- og Vesturlandi.
Hiti 0 til 8 stig að deginum, mildast syðst. Frost víða 1 til 6 stig norðanlands í nótt,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 við suðausturströndina. Skýjað að mestu, en dálítil rigning eða slydda á austaverðu landinu og með suðurströndinni. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning eða slydda austanlands, en annars þurrt. Hiti víða kringum frostmark, en 1 til 5 stig við sjávarsíðuna.
Á mánudag: Hægviðri, skýjað með köflum og svalt í veðri, en slydda austast í fyrstu. Vaxandi sunnanátt með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri vestast um kvöldið.
Á þriðjudag: Ákveðin sunnanátt með rigningu og hlýindum framan af degi, en síðan suðvestlægari og skúrir eða slydduél vestantil og kólnandi veður.
Á miðvikudag: Ákveðin suðvestanátt með skúrum eða éljum og svölu veðri, en bjartviðri eystra.
Á fimmtudag: Snýst líklega í norðanátt með ofankomu fyrir norðan en léttir til syðra. Kalt í veðri.