„Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrir kallaður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa vaxandi áhyggjur af áreitni og ofbeldi sem félagsfólk verður fyrir í störfum sínum. Vísir/Vilhelm Yfir helmingur félagsfólks VR hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í störfum sínum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem formaður segir þyngri en tárum taki. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára. 67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“ Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“
Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent