Sjötíu rithöfundar hvetja til sniðgöngu á Iceland Noir Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2023 10:36 Nú hafa 67 rithöfundar ákveðið að sniðganga bókmenntahátíðina Iceland Noir vegna þátttöku Hillary Clinton. Hvatamenn hátíðarinnar eru þau Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson. Hillary Rodham Clinton er meðal gesta á Iceland Noir-bókmenntahátíðinni sem þau Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir hafa skipulagt og staðið fyrir. Því að Hillary sé meðal gesta vilja 67 mótmæla og hvetja til þess að hátíðin verði að sniðgengin. Í tilkynningu sem fylgir nöfnum rithöfunda, er útskýrt hvers vegna gripið er til þessa. „Sniðganga er það litla strá sem hverju okkar er gefið, almennur lýðréttur sem aldrei skildi rugla saman við þöggun eða ritskoðun. Þessvegna hvetjum við, rithöfundar sem skrifa undir þetta bréf, kollega okkar og miðahafa til þess að sniðganga bókmenntahátíðina Iceland Noir. Ástæðan fyrir áeggjan okkar er heiðursgestur á dagskrá hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton,“ segir í tilkynningunni. Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að Pedro Gunnlaugur Garcia hafi ætlað að sniðganga hátíðina af þessari sömu ástæðu. Nú hafa 66 höfundar bæst í hópinn. Svo enn sé vitnað í tilkynninguna: „Hillary Clinton beitir sér opinberlega gegn því að vopnahlé verði gert á yfirstandandi þjóðarmorði ísraelshers í Palestínu. Einnig hefur hún um árabil notað sinn breiða vettvang til þess að dreifa áróðri Ísraelsstjórnar og röngum upplýsingum með tilheyrandi skaða fyrir palestínsku þjóðina. Með því að bjóða henni tók Iceland noir hátíðin afstöðu, og með því að halda boðinu til streitu undirstrikaði hátíðin pólitíska afstöðu sína, með stríðsglæpum og þjóðarmorði.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hasar er um Iceland Noir því í fyrra mótmælti Sjón því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri meðal gesta á hátíðinni en það var vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Það leiddi til þess að Katrín dró sig út sem þáttakandi. En svo aftur sé vikið að tilkynningunni þá segir þar að börn berist á banaspjótum á Gaza: „Og eitt þeirra er myrt á tíu mínútna fresti, gefst ekki tími fyrir skoðanaskipti og vangaveltur, heldur er það afstaðan ein sem gildir og við hvetjum ykkur þessvegna til þess að: Taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði. Taka ekki þátt í að hvítþvo ísraelsk stjórnvöld og stuðningsfólk þeirra. Að grafa ekki undan mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar Að styðja frjálsa Palestínu! Þá segir um sniðgönguna og frekari upplýsingar um afstöðu Hillary Clinton: „Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Að velja að sniðganga stofnun eða hátíð sem þessa er ekki persónuleg árás á skipuleggjendur eða bakhjarla hátíðarinnar, heldur aðgerð til að vekja athygli á stærra samhengi og samverkan hluta. Aðgerð til að hafa áhrif í heimi þar sem fæstar raddir heyrast.“ Með fylgir linkasafn þar sem afstaða Hillary Clinton er útskýrð: Middle East Eye - umfjöllun um afstöðu Clinton Brot úr viðtali á YouTube Alarabya News: Hillary Clinton says Gaza ceasefire ‘not possible,’ would be gift to Hamas Politico: Hillary Clinton rebuts calls for ceasefire, says Hamas rule in Gaza must end Þá fjallaði Heimildin um ritskoðun hátíðarinnar á gagnrýni hér, auk umfjöllunar um sniðgöngu rithöfunda á hátíðinni: Ekki er þetta óumdeilt í ranni rithöfunda. Einn þeirra sem er ósáttur við sniðgönguna er Sverrir Norland, en honum hafði verið fengið það hlutverk á hátíðinni að stýra samræðum við marga þeirra hátt í 100 höfunda sem þar koma fram. „Og mér finnst sárt að sjá vinnuna og ástina og ástríðuna, sem liggur að baki því dæmi, lagða í rúst,“ segir í status sem Sverrir var að birta. Hann telur þetta komið út í öfgar og tekur fram að hann sé fylgjandi vopnahléi í Palestínu. „Vinsamlega hættið að gera mér upp einhverjar annarlegar skoðanir.“ „Mín hugsun var sú að það væri synd að bókmenntahátíðin legðist af og á næsta ári heyrist ekki hundrað raddir ræða um bókmenntir og listir og pólitík og ástand heimsins. Ekki eru svona hátíðir á hverju strái. Nógu fáir fjölmiðlar eru líka eftir. Ég er bara alltaf að reyna að leiða fólk saman og breiða út ást á bókmenntum og hugmyndum,“ segir Sverrir. En þeir rithöfundar sem hafa ritað undir hvatningu til sniðgöngu eru eftirfarandi: Bergþóra Snæbjörnsdóttir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Erna Kristín Stefánsdóttir Oddný Eir Halla Þórlaug Óskarsdóttir María Elísabet Bragadóttir Pedro Gunnlaugur Garcia Elísabet Kristín Jökulsdóttir Bragi Páll Sigurðarson María Lilja Ingveldar Þ Kemp Eiríkur Örn Norðdahl Eva Rún Snorradóttir Kristín Eiríksdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Fríða Ísberg Einar Ólafsson Soffía Bjarnadóttir Steinar Bragi Bergsveinn Birgisson Davíð Hörgdal Stefánsson Ingólfur Eiríksson Bragi Ólafsson Mazen Maarouf Brynjólfur Þorsteinsson Hallgrímur Helgason Sjöfn Asare Birnir Jón Sigurðsson Dagur Hjartarson Þóra Hjörleifsdóttir Eydís Blöndal Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir Arndís Lóa Magnúsdóttir Melkorka Ólafsdóttir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Adolf Smári Unnarsson Guðrún Brjánsdóttir Andrea Eyland Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Viðar Hreinsson Birna Stefánsdóttir Elín Edda Þorsteinsdóttir Sólborg Guðbrandsdóttir Elías Rúni Þorsteins Jónas Reynir Gunnarsson Ófeigur Sigurðsson Berglind Ósk Brynja Hjálmsdóttir Kristín Ómarsdóttir Anna Hafþórsdóttir Þórdís Helgadóttir Björg Guðrún Gísladóttir Auður Styrkársdóttir Ragna Sigurðardóttir Kari Grétudóttir Friðgeir Einarsson Valgerður Ólafsdóttir Sigurður Skúlason Jakub Stachowiak Haraldur Jónsson Ólafur Ólafsson Hildur Selma Sigbertsdóttir Logn Blómdal Ásdís Thoroddsen Guðbrandur Loki Rúnarsson Sonja B. Jónsdóttir Birna Pétursdóttir Bókmenntir Bókmenntahátíð Bókaútgáfa Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í tilkynningu sem fylgir nöfnum rithöfunda, er útskýrt hvers vegna gripið er til þessa. „Sniðganga er það litla strá sem hverju okkar er gefið, almennur lýðréttur sem aldrei skildi rugla saman við þöggun eða ritskoðun. Þessvegna hvetjum við, rithöfundar sem skrifa undir þetta bréf, kollega okkar og miðahafa til þess að sniðganga bókmenntahátíðina Iceland Noir. Ástæðan fyrir áeggjan okkar er heiðursgestur á dagskrá hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton,“ segir í tilkynningunni. Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að Pedro Gunnlaugur Garcia hafi ætlað að sniðganga hátíðina af þessari sömu ástæðu. Nú hafa 66 höfundar bæst í hópinn. Svo enn sé vitnað í tilkynninguna: „Hillary Clinton beitir sér opinberlega gegn því að vopnahlé verði gert á yfirstandandi þjóðarmorði ísraelshers í Palestínu. Einnig hefur hún um árabil notað sinn breiða vettvang til þess að dreifa áróðri Ísraelsstjórnar og röngum upplýsingum með tilheyrandi skaða fyrir palestínsku þjóðina. Með því að bjóða henni tók Iceland noir hátíðin afstöðu, og með því að halda boðinu til streitu undirstrikaði hátíðin pólitíska afstöðu sína, með stríðsglæpum og þjóðarmorði.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hasar er um Iceland Noir því í fyrra mótmælti Sjón því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri meðal gesta á hátíðinni en það var vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Það leiddi til þess að Katrín dró sig út sem þáttakandi. En svo aftur sé vikið að tilkynningunni þá segir þar að börn berist á banaspjótum á Gaza: „Og eitt þeirra er myrt á tíu mínútna fresti, gefst ekki tími fyrir skoðanaskipti og vangaveltur, heldur er það afstaðan ein sem gildir og við hvetjum ykkur þessvegna til þess að: Taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði. Taka ekki þátt í að hvítþvo ísraelsk stjórnvöld og stuðningsfólk þeirra. Að grafa ekki undan mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar Að styðja frjálsa Palestínu! Þá segir um sniðgönguna og frekari upplýsingar um afstöðu Hillary Clinton: „Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Að velja að sniðganga stofnun eða hátíð sem þessa er ekki persónuleg árás á skipuleggjendur eða bakhjarla hátíðarinnar, heldur aðgerð til að vekja athygli á stærra samhengi og samverkan hluta. Aðgerð til að hafa áhrif í heimi þar sem fæstar raddir heyrast.“ Með fylgir linkasafn þar sem afstaða Hillary Clinton er útskýrð: Middle East Eye - umfjöllun um afstöðu Clinton Brot úr viðtali á YouTube Alarabya News: Hillary Clinton says Gaza ceasefire ‘not possible,’ would be gift to Hamas Politico: Hillary Clinton rebuts calls for ceasefire, says Hamas rule in Gaza must end Þá fjallaði Heimildin um ritskoðun hátíðarinnar á gagnrýni hér, auk umfjöllunar um sniðgöngu rithöfunda á hátíðinni: Ekki er þetta óumdeilt í ranni rithöfunda. Einn þeirra sem er ósáttur við sniðgönguna er Sverrir Norland, en honum hafði verið fengið það hlutverk á hátíðinni að stýra samræðum við marga þeirra hátt í 100 höfunda sem þar koma fram. „Og mér finnst sárt að sjá vinnuna og ástina og ástríðuna, sem liggur að baki því dæmi, lagða í rúst,“ segir í status sem Sverrir var að birta. Hann telur þetta komið út í öfgar og tekur fram að hann sé fylgjandi vopnahléi í Palestínu. „Vinsamlega hættið að gera mér upp einhverjar annarlegar skoðanir.“ „Mín hugsun var sú að það væri synd að bókmenntahátíðin legðist af og á næsta ári heyrist ekki hundrað raddir ræða um bókmenntir og listir og pólitík og ástand heimsins. Ekki eru svona hátíðir á hverju strái. Nógu fáir fjölmiðlar eru líka eftir. Ég er bara alltaf að reyna að leiða fólk saman og breiða út ást á bókmenntum og hugmyndum,“ segir Sverrir. En þeir rithöfundar sem hafa ritað undir hvatningu til sniðgöngu eru eftirfarandi: Bergþóra Snæbjörnsdóttir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Erna Kristín Stefánsdóttir Oddný Eir Halla Þórlaug Óskarsdóttir María Elísabet Bragadóttir Pedro Gunnlaugur Garcia Elísabet Kristín Jökulsdóttir Bragi Páll Sigurðarson María Lilja Ingveldar Þ Kemp Eiríkur Örn Norðdahl Eva Rún Snorradóttir Kristín Eiríksdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Fríða Ísberg Einar Ólafsson Soffía Bjarnadóttir Steinar Bragi Bergsveinn Birgisson Davíð Hörgdal Stefánsson Ingólfur Eiríksson Bragi Ólafsson Mazen Maarouf Brynjólfur Þorsteinsson Hallgrímur Helgason Sjöfn Asare Birnir Jón Sigurðsson Dagur Hjartarson Þóra Hjörleifsdóttir Eydís Blöndal Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir Arndís Lóa Magnúsdóttir Melkorka Ólafsdóttir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Adolf Smári Unnarsson Guðrún Brjánsdóttir Andrea Eyland Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Viðar Hreinsson Birna Stefánsdóttir Elín Edda Þorsteinsdóttir Sólborg Guðbrandsdóttir Elías Rúni Þorsteins Jónas Reynir Gunnarsson Ófeigur Sigurðsson Berglind Ósk Brynja Hjálmsdóttir Kristín Ómarsdóttir Anna Hafþórsdóttir Þórdís Helgadóttir Björg Guðrún Gísladóttir Auður Styrkársdóttir Ragna Sigurðardóttir Kari Grétudóttir Friðgeir Einarsson Valgerður Ólafsdóttir Sigurður Skúlason Jakub Stachowiak Haraldur Jónsson Ólafur Ólafsson Hildur Selma Sigbertsdóttir Logn Blómdal Ásdís Thoroddsen Guðbrandur Loki Rúnarsson Sonja B. Jónsdóttir Birna Pétursdóttir
Bókmenntir Bókmenntahátíð Bókaútgáfa Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira