Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 70 - 50 | Keflavíkurkonur áfram taplausar á toppnum Siggeir Ævarsson skrifar 19. nóvember 2023 22:07 Valur Keflavík. Valur Íslandsmeistarar Subway deild kvenna sumar 2023 körfubolti KKÍ. Stórleikur helgarinnar í Subway-deild kvenna var viðureign Keflavíkur og Vals. Fyrirfram mátti eflaust búast við hörkuleik en raunin varð allt önnur. Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur byrjaði heldur betur brösulega. Íslandsmeistarar Vals virtust vera úr öllum takti eftir landsleikjahléið og þá hjálpaði eflaust ekki til að hin bandaríska Lindsey Pulliam er ekki lengur leikmaður liðsins og nýr bandarískur leikmaður ekki komin með leikheimild. Leikurinn var í raun algjör einstefna heimakvenna ef frá er talinn annar leikhluti. Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og komu muninn upp í 20 stig fljótlega í þeim fjórða. Valskonur náðu ekki að setja körfu í lokaleikhlutanum fyrr en tæpar sjö mínútur voru liðnar og úrslitin ráðin löngu áður en flautað var til leiksloka. Fyrsti leikhluti var einfaldlega hrein hörmung hjá Valskonum, sem skoruðu aðeins sjö stig og voru algjörlega heillum horfnar á báðum endur vallarins. Staðan 19-7 eftir fyrsta leikhluta og útlitið svart fyrir gestina. Sem betur fer fyrir þær og áhorfendur vöknuðu þær þó aðeins til lífsins í 2. leikhluta sem þær unnu 19-14 og staðan því nokkuð jöfn í hálfleik, 33-26, og allt galopið fyrir bæði lið. Það verður þó að segjast að Keflvíkingar virkuðu töluvert meira sannfærandi í sínum aðgerðum. Gestirnir að elta allan tímann og í brekku frá byrjun. Sú brekka reyndist einfaldlega of brött og Keflvíkingar náðu smám saman undirtökum á leiknum í þriðja leikhluta, munurinn kominn í 19 stig í leikhlutanum þegar mest var. Í fjórða leikhluta gekk svo nánast ekkert upp hjá Valskonum. Eftirleikurinn var því í nokkuð raun nokkuð auðveldur fyrir Keflavík og liðið því enn ósigrað í upphafi móts, átta sigrar í átta leikjum. Af hverju vann Keflavík? Í leik sem var ekki mikið fyrir augað voru Keflvíkingar mun agaðari og ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og Valskonum virtist hreinlega skorta sjálfstraust á löngum köflum þar sem þær brenndu úr galopnum skotum undir körfunni, skutu í hliðina á spjaldinu og þá fór eitt víti framhjá hringnum til að toppa frammistöðu kvöldsins. Hverjar stóðu upp úr? Keflavíkurkonur skiptu stigunum mjög systurlega á milli sín. Allir byrjunarliðsleikmenn þeirra fóru í tveggja stafa tölu en Elisa Pinzan endaði stigahæst með 13 stig og bætti við fimm stoðsendingum. Daniela skilaði snyrtilegri tvöfaldri tvennu í hús með ellefu stig og jafnmörg fráköst. Hjá Valskonum er erfitt að benda á eina sem stóð upp úr, það er frekar að flestar hafa sokkið niður úr. Þó má nefna hlut Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur, sem átti góða innkomu af bekknum. Smellti tveimur þristum og endaði með átta stig og sex fráköst. Hvað gekk illa? Það gekk fátt upp hjá Valskonum í kvöld. Byrjunarlið þeirra var t.a.m. með skotnýtinguna 7/41, sem gerir 17 prósent nýtingu samanlagt, og alls voru Valskonur með 23 prósent nýtingu utan af velli. Hvað gerist næst? Valskonum bíður verðugt verkefni þegar þær taka á móti Njarðvík á þriðjudaginn en Keflvíkingar leggja land undir fót og heimsækja Eyjafjörðinn á miðvikudaginn þar sem nýliðar Þórs frá Akureyri taka á móti þeim. Sverrir Þór: „Mér fannst þetta aldrei auðvelt þannig“ Sverrir Þór getur ekki verið annað en sáttur með startið hjá Keflavík í deildinniVísir/Bára Dröfn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki samþykkja að leikurinn hefði verið auðveldari en hann reiknaði með fyrirfram. „Ekki auðveldara nei. Við náðum þarna góðum kafla í fyrri hálfleik og komust svolítið yfir en þær komu sér aftur inn í þetta. Mér fannst þetta aldrei auðvelt þannig. Þetta var svolítið ryðgað. Mikið af mistökum en ég tek alveg slatta jákvætt út úr þessu.“ „Mér fannst við leggja okkur vel fram varnarlega og vorum að frákasta vel. Við vorum að fara í sóknarfráköst og ná í helling af þeim sem hefur vantað mikið inn í leikinn okkar. Stíga betur út en við vorum að gera. Fínir kaflar í þessu og miðað við fríið sem við erum að koma úr er ég ánægður með frammistöðuna heilt yfir.“ Sverrir var þó sammála þeirri greiningu blaðamanns að frammistaða Keflavíkur í þriðja leikhluta hafi gert út um leikinn. „Þá fórum við að hitta líka með ágætist vörn og baráttu. Hittum ekki vel í fyrri hálfleik og vorum með mjög slaka skotnýtingu. Held ég þrír þristar en fullt af opnum. Það kom í seinni og við kláruðum þetta bara vel.“ Sverrir náði að rótera vel í sínu liði í kvöld, en allir leikmenn komu við sögu og enginn fór yfir 30 mínútur. „Þetta er svolítið þannig að ef þær sem eru að koma inn og skila einhverju, þær fimm sem eru saman inn á hverju sinni hvort sem það er byrjunarlið eða bekkur, ef þær eru að halda sjó eða bæta aðeins í forskotið þá er maður alveg rólegur. En svo er það stundum þannig að ef þetta er ekki að virka er maður fljótur að fara í aðalleikmennina aftur.“ Næsta umferð er á þriðjudaginn en Keflvíkingar fá auka 24 tíma til að hvíla og leika á miðvikudaginn. Það hlýtur að vera jákvætt að geta farið með ferska fætur í næsta leik sem er rétt handan við hornið? „Við erum að fara á Akureyri í erfiðan leik þar. Það er bara nauðsynlegt. Einn dagur á milli leikja, það á bara ekki að vera, það vita það allir og ég vona að því verði bara breytt. Ég held að það séu allir sammála um það.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur
Stórleikur helgarinnar í Subway-deild kvenna var viðureign Keflavíkur og Vals. Fyrirfram mátti eflaust búast við hörkuleik en raunin varð allt önnur. Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur byrjaði heldur betur brösulega. Íslandsmeistarar Vals virtust vera úr öllum takti eftir landsleikjahléið og þá hjálpaði eflaust ekki til að hin bandaríska Lindsey Pulliam er ekki lengur leikmaður liðsins og nýr bandarískur leikmaður ekki komin með leikheimild. Leikurinn var í raun algjör einstefna heimakvenna ef frá er talinn annar leikhluti. Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og komu muninn upp í 20 stig fljótlega í þeim fjórða. Valskonur náðu ekki að setja körfu í lokaleikhlutanum fyrr en tæpar sjö mínútur voru liðnar og úrslitin ráðin löngu áður en flautað var til leiksloka. Fyrsti leikhluti var einfaldlega hrein hörmung hjá Valskonum, sem skoruðu aðeins sjö stig og voru algjörlega heillum horfnar á báðum endur vallarins. Staðan 19-7 eftir fyrsta leikhluta og útlitið svart fyrir gestina. Sem betur fer fyrir þær og áhorfendur vöknuðu þær þó aðeins til lífsins í 2. leikhluta sem þær unnu 19-14 og staðan því nokkuð jöfn í hálfleik, 33-26, og allt galopið fyrir bæði lið. Það verður þó að segjast að Keflvíkingar virkuðu töluvert meira sannfærandi í sínum aðgerðum. Gestirnir að elta allan tímann og í brekku frá byrjun. Sú brekka reyndist einfaldlega of brött og Keflvíkingar náðu smám saman undirtökum á leiknum í þriðja leikhluta, munurinn kominn í 19 stig í leikhlutanum þegar mest var. Í fjórða leikhluta gekk svo nánast ekkert upp hjá Valskonum. Eftirleikurinn var því í nokkuð raun nokkuð auðveldur fyrir Keflavík og liðið því enn ósigrað í upphafi móts, átta sigrar í átta leikjum. Af hverju vann Keflavík? Í leik sem var ekki mikið fyrir augað voru Keflvíkingar mun agaðari og ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og Valskonum virtist hreinlega skorta sjálfstraust á löngum köflum þar sem þær brenndu úr galopnum skotum undir körfunni, skutu í hliðina á spjaldinu og þá fór eitt víti framhjá hringnum til að toppa frammistöðu kvöldsins. Hverjar stóðu upp úr? Keflavíkurkonur skiptu stigunum mjög systurlega á milli sín. Allir byrjunarliðsleikmenn þeirra fóru í tveggja stafa tölu en Elisa Pinzan endaði stigahæst með 13 stig og bætti við fimm stoðsendingum. Daniela skilaði snyrtilegri tvöfaldri tvennu í hús með ellefu stig og jafnmörg fráköst. Hjá Valskonum er erfitt að benda á eina sem stóð upp úr, það er frekar að flestar hafa sokkið niður úr. Þó má nefna hlut Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur, sem átti góða innkomu af bekknum. Smellti tveimur þristum og endaði með átta stig og sex fráköst. Hvað gekk illa? Það gekk fátt upp hjá Valskonum í kvöld. Byrjunarlið þeirra var t.a.m. með skotnýtinguna 7/41, sem gerir 17 prósent nýtingu samanlagt, og alls voru Valskonur með 23 prósent nýtingu utan af velli. Hvað gerist næst? Valskonum bíður verðugt verkefni þegar þær taka á móti Njarðvík á þriðjudaginn en Keflvíkingar leggja land undir fót og heimsækja Eyjafjörðinn á miðvikudaginn þar sem nýliðar Þórs frá Akureyri taka á móti þeim. Sverrir Þór: „Mér fannst þetta aldrei auðvelt þannig“ Sverrir Þór getur ekki verið annað en sáttur með startið hjá Keflavík í deildinniVísir/Bára Dröfn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki samþykkja að leikurinn hefði verið auðveldari en hann reiknaði með fyrirfram. „Ekki auðveldara nei. Við náðum þarna góðum kafla í fyrri hálfleik og komust svolítið yfir en þær komu sér aftur inn í þetta. Mér fannst þetta aldrei auðvelt þannig. Þetta var svolítið ryðgað. Mikið af mistökum en ég tek alveg slatta jákvætt út úr þessu.“ „Mér fannst við leggja okkur vel fram varnarlega og vorum að frákasta vel. Við vorum að fara í sóknarfráköst og ná í helling af þeim sem hefur vantað mikið inn í leikinn okkar. Stíga betur út en við vorum að gera. Fínir kaflar í þessu og miðað við fríið sem við erum að koma úr er ég ánægður með frammistöðuna heilt yfir.“ Sverrir var þó sammála þeirri greiningu blaðamanns að frammistaða Keflavíkur í þriðja leikhluta hafi gert út um leikinn. „Þá fórum við að hitta líka með ágætist vörn og baráttu. Hittum ekki vel í fyrri hálfleik og vorum með mjög slaka skotnýtingu. Held ég þrír þristar en fullt af opnum. Það kom í seinni og við kláruðum þetta bara vel.“ Sverrir náði að rótera vel í sínu liði í kvöld, en allir leikmenn komu við sögu og enginn fór yfir 30 mínútur. „Þetta er svolítið þannig að ef þær sem eru að koma inn og skila einhverju, þær fimm sem eru saman inn á hverju sinni hvort sem það er byrjunarlið eða bekkur, ef þær eru að halda sjó eða bæta aðeins í forskotið þá er maður alveg rólegur. En svo er það stundum þannig að ef þetta er ekki að virka er maður fljótur að fara í aðalleikmennina aftur.“ Næsta umferð er á þriðjudaginn en Keflvíkingar fá auka 24 tíma til að hvíla og leika á miðvikudaginn. Það hlýtur að vera jákvætt að geta farið með ferska fætur í næsta leik sem er rétt handan við hornið? „Við erum að fara á Akureyri í erfiðan leik þar. Það er bara nauðsynlegt. Einn dagur á milli leikja, það á bara ekki að vera, það vita það allir og ég vona að því verði bara breytt. Ég held að það séu allir sammála um það.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti