Erlent

Hundur for­seta beit tiginn gest

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hundur Maiu Sandu, forseta Moldóvu, tók ekki vel á móti forseta Austurríkis í dag.
Hundur Maiu Sandu, forseta Moldóvu, tók ekki vel á móti forseta Austurríkis í dag. EPA/Dumitru Doru

Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt.

Forsetinn tók hundinn að sér, en hafði áður verið flækingshundur og var honum gefið nafnið Codrut. Sandu segir að hann hafi orðið skelkaður við hvað var margt fólk á svæðinu.

Alexander van der Bellen batt um höndina á sér og birti myndband á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, þar sem hann sagðist vera hundaunnandi.

„Hittingur minn og Codruts, „forsetahundar“ Moldóvu hefur vakið mikla athygli. Það var ekki svo slæmt,“ segir van der Bellen, forseti Austurríkis, í færslu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×