170 þúsund manns mótmæla í Madríd Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 15:54 Um 170 þúsundir manna marseruðu um Madríd í dag til að mótmæla sakaruppgjöf og nýrri ríkisstjórn. AP/Alicia Leon Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023 Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira