Sport

Gríska undrið skoraði 40 stig gegn Doncic og fé­lögum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo fagnar hér eftir að hafa troðið í leiknum í nótt.
Giannis Antetokounmpo fagnar hér eftir að hafa troðið í leiknum í nótt. Vísir/Getty

Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee Bucks þegar liðið lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt. Ungstirnið Chet Holmgren var einnig í sviðsljósinu.

Stórstjörnurnar Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo mættust í NBA-deildinni í nótt þegar Dallas Mavericks var í heimsókn hjá Milwaukee Bucks. Gríska undrið og samherjar hans höfðu betur og jöfnuðu þar með árangur Dallas á tímabilinu. Bæði lið eru með níu sigra eftir þrettán leiki.

Antetokounmpo skoraði heil 40 stig í leiknum og tók 15 fráköst. Doncic skoraði 35 stig fyrir Dallas, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Ungstirnið Chet Holmgren er einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar. Hann var valinn annar í nýliðavalinu í fyrra en missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Í nótt tryggði Holmgren liði sínu Oklaholma City Thunder framlengingu gegn Golden State Warriors þegar hann skoraði ótrúlega þriggja stiga körfu um leið og flautan gall.

Í framlengingunni var það lið Oklahoma sem var sterkara og tryggði sér 130-123 sigur. Holmgren skoraði 36 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en Shai Alexander var magnaður með 40 stig fyrir Oklahoma. Steph Curry skoraði 25 stig fyrir Warriors sem eru aðeins með sex sigra eftir fyrstu fjórtán leikina.

Úrslitin í nótt:

Charlotte Hornets - New York Knicks 108-122

New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 121-120

San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 108-120

Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 132-125

Chicago Bulls - Miami Heat 102-97

Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 123-130




Fleiri fréttir

Sjá meira


×