„Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 07:01 Bía og Kolli kynntust fyrir rúmlega ári síðan. Aðsend Söngkonan og Idolstjarnan Beatriz Aleixo, betur þekkt sem Bía, fann ástina í örmum smiðsins, Kolbeins Egils Þrastarsonar, fyrir rúmu ári. Fyrsti kossinn átti sér stað á dansgólfinu sama kvöld og þau kynntust. Að sögn Bíu hafa þau skapað margar fallegar minningar á ferðlagi um heiminn en hún segir ferðalög þeirra sameiginlega áhugamál. Kærustuparið elskar að ferðast um heiminn.Aðsend Bía er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Góðhjartaður, skemmtilegur, þolinmóður. Hvernig myndiru lýsa sambandinu ykkar: Tveir einstaklingar sem að elska hvorn annan og eru heppnir að vera bestu vinir líka. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Spa date er mest rómó fyrir mig, það er eitthvað svo intimate og þægilegt við það. Kolli bauð mér í LaugarSpa þegar ég átti afmæli og var það besta date sem ég hef farið á. Fyrsti kossin okkar: Sama kvöld og við kynntumst kysstumst við í fyrsta sinn. Við vorum að dansa þegar við kysstumst og vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst. Það gerðist mjög náttúrulega. Koss á erlendri grundu.Aðsend Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: The Fault In Our Stars. Þetta er svo falleg mynd og græt alltaf þegar ég horfi á hana. Hún fjallar um bestu vini sem að verða ástfangin. Uppáhalds break up ballaðan mín: Bust Your Windows - Jazmine Sullivan Lagið okkar: Sure thing - Miguel. Maturinn: Ég og Kolli búum til geggjað risarækjupasta með rjóma, smá sítrónu og parmesan osti. Fullkominn réttur og ótrúlega góður. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Fyrsta gjöfin sem ég gaf Kolla var mynd sem ég teiknaði af okkur. Hún kom rosa vel út og er búinn að vera upp á vegg í herberginu hans síðan hann fékk hana. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann gaf mér fallegustu eyrnalokkana, var búinn að týna einum af þeim á innan við viku, klaufinn sem ég er. Aðsend Kærasti minn er: Hann er algjört ljós, sýnir öllum kærleika, fyndnasta manneskjan sem ég þekki, hef aldrei hlegið jafn mikið með einhverjum, hann er besti vinur minn, sá sem skilur og þekkir mig best, hann er eina manneskjan sem nær í gegn til mín. Hann veit alltaf nákvæmlega hvað hann á að segja. Það er ekki hægt að vera í vondu skapi í kringum hann þar sem hann er ótrúlega skemmtilegur með góða orku, sem fær mig að sjá björtu hliðinarnar á hlutunum. Auk þess er hann ótrúlega klár og flinkur í því sem hann gerir, ég vildi að ég væri jafn dugleg og hann. Kolbeinn er það besta sem ég á og kletturinn minn. Rómantískasti staður á landinu: Hvert sem við förum saman nær hann alltaf að gera það rómó fyrir okkur, það er ekki einn staður. Ást er: Þolinmæði, kærleika, virðing, að skilja það að engin er fullkomin, en að það þýðir ekki að maður þurfi að gefast upp í hvert skipti sem að einhver gerir mistök. Aðsend Idol-stjörnuleit hefst næsta föstudag Bía tók eftirminnilega þátt í Idol-stjörnuleit fyrr á árinu þar sem hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd. Hún söng ballöður og erfið lög í hverri viku þar á meðal lagið „Í síðasta skipti“ eftir Friðrik Dór Jónsson og Fleetwood Mac lagið „Dreams“ sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn. Þau Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör, Daníel Ágúst og Bríet setjast öll aftur í sæti dómara. Fyrstu upptökur fyrir nýju þáttaröðina fara fram í lok ágúst. Í maí síðastliðnum fóru prufur fram víðvegar um land og var þátttakan glæsileg. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. Ást er... Idol Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Leiklistarkennarinn hvatti hana til þess að skrá sig í Idol Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. 7. febrúar 2023 15:06 Bía kúgaðist í þorrasmakki Gústa B Gústi B smalaði Idol keppendunum saman til þess að smakka þorramat. Sýnt var frá smökkuninni í síðasta þætti af Idol. 26. janúar 2023 16:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Spurning vikunnar: Eigið þú og maki þinn „ykkar“ lag? Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Þrír íslenskir karlmenn segja frá fyrsta skiptinu: „Húsið hristist við hvert fótatak“ Makamál Rúmfræði: Fjórar íslenskar konur segja frá fyrsta skiptinu Makamál Einhleypan: „Knúsbönn hafa reynt mikið á mig“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Að sögn Bíu hafa þau skapað margar fallegar minningar á ferðlagi um heiminn en hún segir ferðalög þeirra sameiginlega áhugamál. Kærustuparið elskar að ferðast um heiminn.Aðsend Bía er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Góðhjartaður, skemmtilegur, þolinmóður. Hvernig myndiru lýsa sambandinu ykkar: Tveir einstaklingar sem að elska hvorn annan og eru heppnir að vera bestu vinir líka. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Spa date er mest rómó fyrir mig, það er eitthvað svo intimate og þægilegt við það. Kolli bauð mér í LaugarSpa þegar ég átti afmæli og var það besta date sem ég hef farið á. Fyrsti kossin okkar: Sama kvöld og við kynntumst kysstumst við í fyrsta sinn. Við vorum að dansa þegar við kysstumst og vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst. Það gerðist mjög náttúrulega. Koss á erlendri grundu.Aðsend Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: The Fault In Our Stars. Þetta er svo falleg mynd og græt alltaf þegar ég horfi á hana. Hún fjallar um bestu vini sem að verða ástfangin. Uppáhalds break up ballaðan mín: Bust Your Windows - Jazmine Sullivan Lagið okkar: Sure thing - Miguel. Maturinn: Ég og Kolli búum til geggjað risarækjupasta með rjóma, smá sítrónu og parmesan osti. Fullkominn réttur og ótrúlega góður. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Fyrsta gjöfin sem ég gaf Kolla var mynd sem ég teiknaði af okkur. Hún kom rosa vel út og er búinn að vera upp á vegg í herberginu hans síðan hann fékk hana. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann gaf mér fallegustu eyrnalokkana, var búinn að týna einum af þeim á innan við viku, klaufinn sem ég er. Aðsend Kærasti minn er: Hann er algjört ljós, sýnir öllum kærleika, fyndnasta manneskjan sem ég þekki, hef aldrei hlegið jafn mikið með einhverjum, hann er besti vinur minn, sá sem skilur og þekkir mig best, hann er eina manneskjan sem nær í gegn til mín. Hann veit alltaf nákvæmlega hvað hann á að segja. Það er ekki hægt að vera í vondu skapi í kringum hann þar sem hann er ótrúlega skemmtilegur með góða orku, sem fær mig að sjá björtu hliðinarnar á hlutunum. Auk þess er hann ótrúlega klár og flinkur í því sem hann gerir, ég vildi að ég væri jafn dugleg og hann. Kolbeinn er það besta sem ég á og kletturinn minn. Rómantískasti staður á landinu: Hvert sem við förum saman nær hann alltaf að gera það rómó fyrir okkur, það er ekki einn staður. Ást er: Þolinmæði, kærleika, virðing, að skilja það að engin er fullkomin, en að það þýðir ekki að maður þurfi að gefast upp í hvert skipti sem að einhver gerir mistök. Aðsend Idol-stjörnuleit hefst næsta föstudag Bía tók eftirminnilega þátt í Idol-stjörnuleit fyrr á árinu þar sem hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd. Hún söng ballöður og erfið lög í hverri viku þar á meðal lagið „Í síðasta skipti“ eftir Friðrik Dór Jónsson og Fleetwood Mac lagið „Dreams“ sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn. Þau Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör, Daníel Ágúst og Bríet setjast öll aftur í sæti dómara. Fyrstu upptökur fyrir nýju þáttaröðina fara fram í lok ágúst. Í maí síðastliðnum fóru prufur fram víðvegar um land og var þátttakan glæsileg. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd.
Ást er... Idol Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Leiklistarkennarinn hvatti hana til þess að skrá sig í Idol Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. 7. febrúar 2023 15:06 Bía kúgaðist í þorrasmakki Gústa B Gústi B smalaði Idol keppendunum saman til þess að smakka þorramat. Sýnt var frá smökkuninni í síðasta þætti af Idol. 26. janúar 2023 16:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Spurning vikunnar: Eigið þú og maki þinn „ykkar“ lag? Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Þrír íslenskir karlmenn segja frá fyrsta skiptinu: „Húsið hristist við hvert fótatak“ Makamál Rúmfræði: Fjórar íslenskar konur segja frá fyrsta skiptinu Makamál Einhleypan: „Knúsbönn hafa reynt mikið á mig“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00
Leiklistarkennarinn hvatti hana til þess að skrá sig í Idol Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. 7. febrúar 2023 15:06
Bía kúgaðist í þorrasmakki Gústa B Gústi B smalaði Idol keppendunum saman til þess að smakka þorramat. Sýnt var frá smökkuninni í síðasta þætti af Idol. 26. janúar 2023 16:01