Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:33 Pritzker sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur af niðurstöðum skoðanakannana; kjósendur myndu gera upp hug sinn þegar valkostirnir lægju ljósir fyrir eftir landsþing flokkanna. AP/Paul Beaty „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira