Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:33 Pritzker sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur af niðurstöðum skoðanakannana; kjósendur myndu gera upp hug sinn þegar valkostirnir lægju ljósir fyrir eftir landsþing flokkanna. AP/Paul Beaty „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira