Bullað látlaust í erlendum ferðamönnum Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2023 12:05 Þessir ferðamenn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara eftir að hafa lent í leiðsögumanni sem ruglaði og bullaði í þeim. Það er ef þeir hafa lent í þeim borgarleiðsögumönnum sem hafa orðið á vegi Unu. vísir/vilhelm Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður hendir í langan pistil þar sem hún spyr hvort íslenskir leiðsögumenn romsi bulli yfir erlenda ferðamenn? Una segist hvað eftir annað furðað sig á lélegri Íslandssöguþekkingu leiðsögumanna sem eru með ferðamannahópa í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir þetta íslenska leiðsögumenn en hvort þeir hafa lokið tilskildu námi leiðsögumanna viti hún ekki. Hún vonast til að svo sé ekki en sé svo þá er eitthvað meira en lítið bogið við kennsluna. „Við Eiður göngum oft yfir Austurvöll. Fyrir nokkrum vikum var þar ung stúlka með hóp ferðamanna. Hún benti á styttu Jóns Sigurðssonar og um leið og við gengum hjá heyrði ég að hún sagði ferðamönnunum (auðvitað á ensku) að á árum seinni heimsstyrjaldar þegar Danmörk var hernumin af Þjóðverjum hefði þessi náungi skrifað Dönum bréf og sagt að Íslendingar ætluðu að vera sjálfstæð þjóð,“ skrifar Una og segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum. Sem kurteis kona beið Una þangað til stúlkan var að leggja af stað með hópinn. Þá hafi hún kallað stúlkuna á eintal og benti henni á að Jón Sigurðsson hefði fæðst 1811 og ekki verið uppi á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. „En þá kom í ljós að stúlkan vissi ekki einu sinni hvað maðurinn hét, sem styttan var af, hún hafði haldið að þetta væri Jónas Hallgrímsson!“ Fengu sand af seðlum frá Dönum Eftir þetta fór Una að leggja betur við hlustir þegar hún sá leiðsögumenn með hópa á Austurvelli. Og þótt enginn hafi verið jafn illa að sér og þessi stúlka áttu þessir leiðsögumenn það sameiginlegt að vita sama og ekkert um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og halda að stofnun íslenska lýðveldisins 1944 hefði verið afleiðing stríðsins. „Þannig hlustaði ég til dæmis á karlmann, sem vissi að vísu hvenær Jón Sigurðsson hefði verið uppi, en sagði að Íslendingar hefðu verið lítið hrifnir af sjálfstæðishugmyndum því þeir hefðu grætt svo mikið á því að vera undir stjórn Dana. Una segir bullað þvílíkt í erlendum ferðamönnum að geti varla vitað hvað snýr upp og hvað niður á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta viðhorf hefði breyst á 20. öld og þess vegna hefðu Íslendingar notað tækifærið þegar Danmörk var hernumin til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Danir hefðu ekki komist að því fyrr en að stríði loknu!“ Og í gær hlustaði Una á stúlku sem hélt fram þessu sama, að Jón Sigurðsson hefði að vísu verið með einhverjar sjálfstæðishugmyndir á 19. öld, en enginn hefði stutt þær því Íslendingar hefðu fengið svo mikla peninga frá Dönum. Svo þegar seinni heimsstyrjöldin kom hefðu Ameríkanar hernumið Ísland og þess vegna hefði Ísland allt í einu getað lýst yfir sjálfstæði. Nöturlegt virðingarleysi fyrir sögunni „Þegar hér var komið sögu þoldi ég ekki lengur að hlusta á þetta bull enn og aftur, kvaddi mér hljóðs á ensku, eins kurteislega og ég gat, og útskýrði að hér hefði farið fram öflug sjálfstæðisbarátta á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar, þannig hefði náðst fram samningur um fullveldi 1918 sem hefði falið í sér fyrirheit um algjört sjálfstæði að 25 árum liðnum, ef Íslendingar samþykktu það í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Og Una spyr hvort þetta sé forsvaranlegt? Er hægt að láta það ganga að erlendir ferðamenn fái alrangar upplýsingar um Íslandssöguna – frá íslenskum leiðsögumönnum? „Og hvernig stendur á þessu? Er menntun leiðsögumanna svona léleg eða eru þetta ómenntaðir leiðsögumenn án hefðbundinna leiðsögumannaréttinda?“ Jóna Fanney segir leiðsögumennsku ekki lögverndað starfsheiti og því geti hver sem er stokkið til og "gædað". Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsögufélags Íslands og hún segir allskonar bull í gangi: „Þetta er nöturlegt og lýsir virðingarleysi viðkomandi og fáfræði. Þetta er auðvitað ekki boðleg landkynning. Flest af því sem Una nefnir er úr borgarleiðsögn. Þá vitum við hversu mikinn sess sjálfstæðisbaráttan skiptir unga Íslendinga í dag.“ Hver sem er telur sig geta stokkið í þetta En ekki sé um lögverndað starfsheiti að ræða sem svo þýði auðvitað það að misjafn sauður sé í mörgu fé. Sum ferðaþjónustufyrirtækin hirða lítt um menntun og líta heldur til þess hversu lítið sé hægt að komast upp með að greiða leiðsögumönnum. Og margir telji sig geta stokkið beint út í djúpu laugina. „Ég hef orðið þess áskynja, Nú er ekki til í mér menntasnobb en þetta sýnir að það getur ekki hver sem er, þó hann sé skemmtilegur og með útgeislun, gengið inn í þetta með sína menntaskólareynslu. En þetta er galopið öllum og fyrirtækin vilja helst fá þá sem taka minnstu launin,“ segir Jóna Fanney. Hún segir skorta eftirlit með þessu frá opinberum aðilum. „Það er allskonar bull í gangi,“ segir Jóna Fanney. Hún segir okkur hluta EES-svæðisins og þeir útlendingar sem komi hingað séu yfirleitt mjög fínir. Og það væri ekki hægt að halda ferðþjónustunni í gangi ef ekki kæmi vinnuafl þaðan. „Þetta eru líklega Íslendingar sem eru að henda sér inn í þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Una segist hvað eftir annað furðað sig á lélegri Íslandssöguþekkingu leiðsögumanna sem eru með ferðamannahópa í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir þetta íslenska leiðsögumenn en hvort þeir hafa lokið tilskildu námi leiðsögumanna viti hún ekki. Hún vonast til að svo sé ekki en sé svo þá er eitthvað meira en lítið bogið við kennsluna. „Við Eiður göngum oft yfir Austurvöll. Fyrir nokkrum vikum var þar ung stúlka með hóp ferðamanna. Hún benti á styttu Jóns Sigurðssonar og um leið og við gengum hjá heyrði ég að hún sagði ferðamönnunum (auðvitað á ensku) að á árum seinni heimsstyrjaldar þegar Danmörk var hernumin af Þjóðverjum hefði þessi náungi skrifað Dönum bréf og sagt að Íslendingar ætluðu að vera sjálfstæð þjóð,“ skrifar Una og segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum. Sem kurteis kona beið Una þangað til stúlkan var að leggja af stað með hópinn. Þá hafi hún kallað stúlkuna á eintal og benti henni á að Jón Sigurðsson hefði fæðst 1811 og ekki verið uppi á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. „En þá kom í ljós að stúlkan vissi ekki einu sinni hvað maðurinn hét, sem styttan var af, hún hafði haldið að þetta væri Jónas Hallgrímsson!“ Fengu sand af seðlum frá Dönum Eftir þetta fór Una að leggja betur við hlustir þegar hún sá leiðsögumenn með hópa á Austurvelli. Og þótt enginn hafi verið jafn illa að sér og þessi stúlka áttu þessir leiðsögumenn það sameiginlegt að vita sama og ekkert um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og halda að stofnun íslenska lýðveldisins 1944 hefði verið afleiðing stríðsins. „Þannig hlustaði ég til dæmis á karlmann, sem vissi að vísu hvenær Jón Sigurðsson hefði verið uppi, en sagði að Íslendingar hefðu verið lítið hrifnir af sjálfstæðishugmyndum því þeir hefðu grætt svo mikið á því að vera undir stjórn Dana. Una segir bullað þvílíkt í erlendum ferðamönnum að geti varla vitað hvað snýr upp og hvað niður á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta viðhorf hefði breyst á 20. öld og þess vegna hefðu Íslendingar notað tækifærið þegar Danmörk var hernumin til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Danir hefðu ekki komist að því fyrr en að stríði loknu!“ Og í gær hlustaði Una á stúlku sem hélt fram þessu sama, að Jón Sigurðsson hefði að vísu verið með einhverjar sjálfstæðishugmyndir á 19. öld, en enginn hefði stutt þær því Íslendingar hefðu fengið svo mikla peninga frá Dönum. Svo þegar seinni heimsstyrjöldin kom hefðu Ameríkanar hernumið Ísland og þess vegna hefði Ísland allt í einu getað lýst yfir sjálfstæði. Nöturlegt virðingarleysi fyrir sögunni „Þegar hér var komið sögu þoldi ég ekki lengur að hlusta á þetta bull enn og aftur, kvaddi mér hljóðs á ensku, eins kurteislega og ég gat, og útskýrði að hér hefði farið fram öflug sjálfstæðisbarátta á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar, þannig hefði náðst fram samningur um fullveldi 1918 sem hefði falið í sér fyrirheit um algjört sjálfstæði að 25 árum liðnum, ef Íslendingar samþykktu það í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Og Una spyr hvort þetta sé forsvaranlegt? Er hægt að láta það ganga að erlendir ferðamenn fái alrangar upplýsingar um Íslandssöguna – frá íslenskum leiðsögumönnum? „Og hvernig stendur á þessu? Er menntun leiðsögumanna svona léleg eða eru þetta ómenntaðir leiðsögumenn án hefðbundinna leiðsögumannaréttinda?“ Jóna Fanney segir leiðsögumennsku ekki lögverndað starfsheiti og því geti hver sem er stokkið til og "gædað". Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsögufélags Íslands og hún segir allskonar bull í gangi: „Þetta er nöturlegt og lýsir virðingarleysi viðkomandi og fáfræði. Þetta er auðvitað ekki boðleg landkynning. Flest af því sem Una nefnir er úr borgarleiðsögn. Þá vitum við hversu mikinn sess sjálfstæðisbaráttan skiptir unga Íslendinga í dag.“ Hver sem er telur sig geta stokkið í þetta En ekki sé um lögverndað starfsheiti að ræða sem svo þýði auðvitað það að misjafn sauður sé í mörgu fé. Sum ferðaþjónustufyrirtækin hirða lítt um menntun og líta heldur til þess hversu lítið sé hægt að komast upp með að greiða leiðsögumönnum. Og margir telji sig geta stokkið beint út í djúpu laugina. „Ég hef orðið þess áskynja, Nú er ekki til í mér menntasnobb en þetta sýnir að það getur ekki hver sem er, þó hann sé skemmtilegur og með útgeislun, gengið inn í þetta með sína menntaskólareynslu. En þetta er galopið öllum og fyrirtækin vilja helst fá þá sem taka minnstu launin,“ segir Jóna Fanney. Hún segir skorta eftirlit með þessu frá opinberum aðilum. „Það er allskonar bull í gangi,“ segir Jóna Fanney. Hún segir okkur hluta EES-svæðisins og þeir útlendingar sem komi hingað séu yfirleitt mjög fínir. Og það væri ekki hægt að halda ferðþjónustunni í gangi ef ekki kæmi vinnuafl þaðan. „Þetta eru líklega Íslendingar sem eru að henda sér inn í þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira