Skimun á villigötum Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Hjalti Már Þórisson skrifa 20. nóvember 2023 16:00 Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun