Tvö hundruð milljóna gjaldþrot félags Magnúsar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 14:18 Athygli vakti þegar Magnús Ólafur sagði hnerra mögulega hafa orsakað það þegar Teslan hans náði 180 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Vísir Engar eignir fundust í þrotabúi félagsins Tomahawk Development á Ísland sem var úrskurðað gjaldþrota í febrúar 2019. Félagið var að stærstum hluta í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í þrotabúið hafi numið 199 milljónum króna. Félagið var stofnað árið 2012 og var tilgangur félagsins sagður vera fjárfesting í eignarhlutum í öðrum félögum, rekstur þeirra og breytingastjórnun, rekstur fasteigna og lánastarfsemi og önnur starfsemi sem stjórn félagsins teldi því til hagsbóta hverju sinni. Félagið var að tæplega þremur fjórðu hluta í eigu Magnúsar Ólafs en Dani að nafni Thomas Hubschmann átti rúmlega 13 prósent. Þeir Magnús Ólafur voru miklir viðskiptafélagar. Nokkrir aðrir áttu hlut, þeirra á meðal hálfbróðir Magnúsar Ólafs að nafni Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður með rúmlega þrjú prósenta hlut. Rúmt ár er liðið síðan annað félag í eigu Magnúsar Ólafs var tekið til gjaldþrotaskipta. Það félag hét Tomahawk framkvæmdir og námu lýstar kröfur í þrotabúið 1,3 milljarði króna. Magnús Ólafur var sjálfur úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku árið 2021. Í úrskurðinum sagði að dómsúrskurður um gjaldþrot næði einnig til eigna hans í öðrum norrænum ríkjum. Magnús Ólafur hefur í nokkur ár sætt rannsókn héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil fjársvik í starfi sínu sem forstjóri United Silicon. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er málið enn á borði þess. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2018 eftir að það lenti í miklum rekstrarvanda. Arion banki var stærsti hluthafi og lánveitandi í United Silicon. Um miðjan september 2017 tóku fimm lífeyrissjóðir ásamt bankanum yfir 98 prósent af hlutafé verksmiðjunnar en Arion lánaði verksmiðjunni um átta milljarða króna. Bankastjóri Arion banka hætti störfum fljótlega eftir gjaldþrot United Silicon, Wow air og Primera Air en bankinn hafði veitt stór lán til allra fyrirtækja. Þá hefur Magnús hlotið dóm fyrir ofsaakstur á Teslu á Reykjanesbraut. Athygli vakti að Magnús Ólafur taldi hnerra mögulega hafa orsakað að bíllinn var mældur á 180 kílómetra hraða. Magnús er uppalinn í Kópavogi en hefur lengst af ævi sinnar búið í Danmörku þar sem hann stundaði meðal annars dýfingar af kappi. United Silicon Gjaldþrot Tengdar fréttir Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í þrotabúið hafi numið 199 milljónum króna. Félagið var stofnað árið 2012 og var tilgangur félagsins sagður vera fjárfesting í eignarhlutum í öðrum félögum, rekstur þeirra og breytingastjórnun, rekstur fasteigna og lánastarfsemi og önnur starfsemi sem stjórn félagsins teldi því til hagsbóta hverju sinni. Félagið var að tæplega þremur fjórðu hluta í eigu Magnúsar Ólafs en Dani að nafni Thomas Hubschmann átti rúmlega 13 prósent. Þeir Magnús Ólafur voru miklir viðskiptafélagar. Nokkrir aðrir áttu hlut, þeirra á meðal hálfbróðir Magnúsar Ólafs að nafni Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður með rúmlega þrjú prósenta hlut. Rúmt ár er liðið síðan annað félag í eigu Magnúsar Ólafs var tekið til gjaldþrotaskipta. Það félag hét Tomahawk framkvæmdir og námu lýstar kröfur í þrotabúið 1,3 milljarði króna. Magnús Ólafur var sjálfur úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku árið 2021. Í úrskurðinum sagði að dómsúrskurður um gjaldþrot næði einnig til eigna hans í öðrum norrænum ríkjum. Magnús Ólafur hefur í nokkur ár sætt rannsókn héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil fjársvik í starfi sínu sem forstjóri United Silicon. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er málið enn á borði þess. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2018 eftir að það lenti í miklum rekstrarvanda. Arion banki var stærsti hluthafi og lánveitandi í United Silicon. Um miðjan september 2017 tóku fimm lífeyrissjóðir ásamt bankanum yfir 98 prósent af hlutafé verksmiðjunnar en Arion lánaði verksmiðjunni um átta milljarða króna. Bankastjóri Arion banka hætti störfum fljótlega eftir gjaldþrot United Silicon, Wow air og Primera Air en bankinn hafði veitt stór lán til allra fyrirtækja. Þá hefur Magnús hlotið dóm fyrir ofsaakstur á Teslu á Reykjanesbraut. Athygli vakti að Magnús Ólafur taldi hnerra mögulega hafa orsakað að bíllinn var mældur á 180 kílómetra hraða. Magnús er uppalinn í Kópavogi en hefur lengst af ævi sinnar búið í Danmörku þar sem hann stundaði meðal annars dýfingar af kappi.
United Silicon Gjaldþrot Tengdar fréttir Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30