Bókunum fækkað um 20 prósent hjá bílaleigu vegna jarðhræringa

Fyrir rúmri viku fór að bera á færri bókunum hjá bílaleigum vegna jarðhræringa á Reykjanesi og mögulegs eldgoss. Þeim fækkaði um 20 prósent hjá einni bílaleigu. Framkvæmdastjóri hótelsamstæðu segir að í upphafi jarðhræringa hafi borið á afbókunum en þær hafi síðan „fjarað út“.