Heimir Hallgríms kom Jamaíku í undanúrslitin og inn á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 06:26 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með landslið Jamaíku. Getty/Matthew Ashton Jamaíska fótboltalandsliðið sló Kanada út í nótt í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og skrifaði um leið söguna á margvíslegan hátt. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira