Slagsmál og reiður Messi þegar Argentína vann sögulegan sigur í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 07:32 Lionel Messi fagnar sigri agentínska landsliðsins í Rio de Janeiro í nótt. AP/Silvia Izquierdo Síðasti landsleikur Lionel Messi í Brasilíu varð sögulegur í nótt þegar Argentína vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í undankeppni HM 2026. Messi var samt reiður eftir leikinn. Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023 Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023
Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti