Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 07:32 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var klukkan 8:30. Athugasemd: Fréttin og fyrirsögn var uppfærð klukkan 8:30 þegar búið var að birta yfirlýsingu peningastefnunefndar. Í yfirlýsingunni kemur fram að verðbólga hafi minnkað lítillega milli mánaða í október og mælst 7,9 prósent. Undirliggjandi verðbólga hafi einnig hjaðnað. Áfram sé vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. „Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans hafa verðbólguhorfur þó versnað. Spennan í þjóðarbúinu hefur reynst meiri en áður var talið og gengi krónunnar hefur lækkað. Verðbólguvæntingar hafa jafnframt haldist háar og kostnaðarhækkanir virðast hafa meiri og langvinnari áhrif á verðbólgu en áður.Þótt áhrif vaxtahækkana undanfarin misseri séu að koma skýrar fram benda verri verðbólguhorfur til þess að það gæti þurft að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þrátt fyrir það hefur peningastefnunefnd ákveðið að halda vöxtum óbreyttum að sinni í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um efnahagsleg áhrif jarðhræringa á Reykjanesi. Mótun peningastefnunnar á næstunni mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 11,0% Lán gegn veði til 7 daga 10,0% Innlán bundin í 7 daga 9,25% Viðskiptareikningar 9,0% Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Nefndin ákvað á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 4. október síðastliðinn, að halda stýrivöxtum óbreyttum þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, voru áfram 9,25 prósent. Fréttastofa mun fylgjast með nýjustu tíðindum af vaxtaákvörðun Seðlabankans og fréttamannafundi fulltrúa peningastefnunefndar í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að eldurhlaða síðunni (F5).
Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var klukkan 8:30. Athugasemd: Fréttin og fyrirsögn var uppfærð klukkan 8:30 þegar búið var að birta yfirlýsingu peningastefnunefndar. Í yfirlýsingunni kemur fram að verðbólga hafi minnkað lítillega milli mánaða í október og mælst 7,9 prósent. Undirliggjandi verðbólga hafi einnig hjaðnað. Áfram sé vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. „Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans hafa verðbólguhorfur þó versnað. Spennan í þjóðarbúinu hefur reynst meiri en áður var talið og gengi krónunnar hefur lækkað. Verðbólguvæntingar hafa jafnframt haldist háar og kostnaðarhækkanir virðast hafa meiri og langvinnari áhrif á verðbólgu en áður.Þótt áhrif vaxtahækkana undanfarin misseri séu að koma skýrar fram benda verri verðbólguhorfur til þess að það gæti þurft að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þrátt fyrir það hefur peningastefnunefnd ákveðið að halda vöxtum óbreyttum að sinni í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um efnahagsleg áhrif jarðhræringa á Reykjanesi. Mótun peningastefnunnar á næstunni mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 11,0% Lán gegn veði til 7 daga 10,0% Innlán bundin í 7 daga 9,25% Viðskiptareikningar 9,0% Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Nefndin ákvað á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 4. október síðastliðinn, að halda stýrivöxtum óbreyttum þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, voru áfram 9,25 prósent. Fréttastofa mun fylgjast með nýjustu tíðindum af vaxtaákvörðun Seðlabankans og fréttamannafundi fulltrúa peningastefnunefndar í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að eldurhlaða síðunni (F5).
Athugasemd: Fréttin og fyrirsögn var uppfærð klukkan 8:30 þegar búið var að birta yfirlýsingu peningastefnunefndar.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira