45.000 strætóferðir Davíð Þorláksson skrifar 22. nóvember 2023 09:01 Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun